Bernardo Silva: Erum samt ennþá í betri stöðu en Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 08:30 Bernardo Silva gengur svekktur af velli eftir markalaust jafntefli Manchester City á móti Crystal Palace í gærkvöldi. AP/Matt Dunham Manchester City leikmaðurinn Bernardo Silva sá það góða í stöðunni þrátt fyrir markalaust jafntefli liðsins á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. City er fjórum stigum á undan Liverpool en Liverpool-menn eiga leik inni sem verður á móti Arsenal á útivelli annað kvöld. Liverpool getur þar minnkað forskot City í eitt stig en þessi úrslit þýða líka að Liverpool verður enskur meistari ef liðið vinnur alla leikina sem það á eftir. Man City star Silva: I would rather be in our position than Liverpool'shttps://t.co/yyAXkT1Fse #ManchesterCity— Sports Tak (@sports_tak) March 15, 2022 „Við náðum ekki að skora en við áttum að skora,“ sagði Bernardo Silva við Sky Sports í leikslok. „Það eru níu leikir eftir en það er samt betra að vera í okkar stöðu en í stöðu Liverpool. Þeir þurfa líka að mæta okkur á okkar heimavelli sem verður mjög spennandi leikur,“ sagði Silva. „Það er aldrei auðvelt að spila á móti liði í ensku úrvalsdeildinni á útivelli. Það er alltaf betra að vinna en að gera jafntefli og við vildum ná sex stiga forskoti á Liverpool,“ sagði Silva. „Heppni er ekki til í fótbolta. Við verðum að skora mörk og okkur tókst það ekki,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, við breska ríkisútvarpið eftir leik. Bernardo Silva sends blunt title message to Liverpool after Man City draw https://t.co/9FOKruEtec— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 15, 2022 „Við spilum til að skora mörk og fá ekki mörg á okkur. Við áttum í smá vandræðum. Ég var samt mjög ánægður með frammistöðuna og hvernig við spiluðum þennan leik,“ sagði Guardiola. Fyrir átta vikum þá var Manchester City með þrettán stiga forskot í deildinni en Liverpool var þá í þriðja sæti en átti tvo leiki inni. „Við vorum aldrei með þrettán stiga forskot því Liverpool átti tvo leiki inni. Nú eru þetta fjögur stig og þeir eiga leik inni. Við höfum átt mjög erfiða leiki á móti Tottenham, Manchester United, Everton, Southampton og Crystal Palace. Það eru fleiri erfiðir leikir fram undan. Við erum samt ennþá á toppnum,“ sagði Bernardo Silva við BBC. Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sjá meira
City er fjórum stigum á undan Liverpool en Liverpool-menn eiga leik inni sem verður á móti Arsenal á útivelli annað kvöld. Liverpool getur þar minnkað forskot City í eitt stig en þessi úrslit þýða líka að Liverpool verður enskur meistari ef liðið vinnur alla leikina sem það á eftir. Man City star Silva: I would rather be in our position than Liverpool'shttps://t.co/yyAXkT1Fse #ManchesterCity— Sports Tak (@sports_tak) March 15, 2022 „Við náðum ekki að skora en við áttum að skora,“ sagði Bernardo Silva við Sky Sports í leikslok. „Það eru níu leikir eftir en það er samt betra að vera í okkar stöðu en í stöðu Liverpool. Þeir þurfa líka að mæta okkur á okkar heimavelli sem verður mjög spennandi leikur,“ sagði Silva. „Það er aldrei auðvelt að spila á móti liði í ensku úrvalsdeildinni á útivelli. Það er alltaf betra að vinna en að gera jafntefli og við vildum ná sex stiga forskoti á Liverpool,“ sagði Silva. „Heppni er ekki til í fótbolta. Við verðum að skora mörk og okkur tókst það ekki,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, við breska ríkisútvarpið eftir leik. Bernardo Silva sends blunt title message to Liverpool after Man City draw https://t.co/9FOKruEtec— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) March 15, 2022 „Við spilum til að skora mörk og fá ekki mörg á okkur. Við áttum í smá vandræðum. Ég var samt mjög ánægður með frammistöðuna og hvernig við spiluðum þennan leik,“ sagði Guardiola. Fyrir átta vikum þá var Manchester City með þrettán stiga forskot í deildinni en Liverpool var þá í þriðja sæti en átti tvo leiki inni. „Við vorum aldrei með þrettán stiga forskot því Liverpool átti tvo leiki inni. Nú eru þetta fjögur stig og þeir eiga leik inni. Við höfum átt mjög erfiða leiki á móti Tottenham, Manchester United, Everton, Southampton og Crystal Palace. Það eru fleiri erfiðir leikir fram undan. Við erum samt ennþá á toppnum,“ sagði Bernardo Silva við BBC.
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sjá meira