Lífið

Sjáðu KALEO flytja lagið Backbone í ís­helli við Breiða­merkur­­jökul

Árni Sæberg skrifar
Jökull í Kaleo í jökli.
Jökull í Kaleo í jökli. Elektra/Atlanic

Mosfellska hljómsveitin Kaleo sendi í gær frá sér myndband þar sem sjá má hljómsveitina flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðarmerkurjökul. Lagið kom út á plötunni Surface Sounds á síðasta ári en um svipað leyti var myndbandið tekið upp í fimmtán stiga frosti.

Kaleo ferðast nú um Bandaríkin á tónleikaferðalaginu Fight Or Flight Tour. Útgáfu myndbandsins er vafalaust ætlað að vekja athygli á ferðalaginu en það verður að teljast óþarfi þar sem hljómsveitin hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn síðustu misseri.

„Þetta var mjög krefjandi verkefni eins og þau eru oftast en það er líka það skemmtilega við þetta. Við höfðum ekki spilað í svona miklum kulda áður og það tók nokkra klukkutíma að fá blóð í fingurna. Við vorum einnig að keppa við dagsljós á þessum tíma árs og þurftum við að fara með allar græjurnar deginum áður á sleðum yfir ísinn inn í hellinn. Við viljum nýta tækifærið og þakka öllu teyminu sem kom að verkefninu og hjálpuðu okkur að gera þetta að veruleika,“ segir Jökull Júlíusson, forsprakki Kaleo um gerð myndbandsins.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.