Heimssamband Taekwondo (WT) hefur nú gefið það út að það hafi ákveðið að afturkalla svarta beltið hans Vladimírs Pútín.
Pútín hafði verið með svarta beltið síðan í nóvember 2013. Pútín æfir ekki taekwondo en hann fékk heiðursbelti að gjöf vegna “framlags” hans til íþróttarinnar.
World Taekwondo skrifar meðal annars í yfirlýsingu sinni „að friður sé meira virði en afrek“ eins og það er orðað. WT er alþjóðlega sambandið sem meðal annars ber ábyrgð á þeirri útgáfu keppni sem er stunduð á ólympíuleikunum.
World Taekwondo strongly condemns the brutal attacks on innocent lives in Ukraine, which go against the World Taekwondo vision of Peace is More Precious than Triumph and the World Taekwondo values of respect and tolerance.#PeaceIsMorePreciousThanTriumphhttps://t.co/nVTdxDdl2I
— World Taekwondo (@worldtaekwondo) February 28, 2022
Í viðbót við að beita sér gegn Pútín sjálfum þá hafa allir keppendur frá bæði Rússlandi og Hvíta-Rússlandi misst keppnisrétt sinn á mótum á vegum sambandsins.
Pútin var um helgina sviptur titli sínum sem heiðursforseti Alþjóðajúdósambandsins en rússneski forsetinn er líka mikill júdóáhugamaður.
Pútín skipaði sveitum sínum að ráðast inn í Úkraínu fyrir tæpri viku síðan en alþjóðasamfélagið hefur brugðist við yfirgripsmiklum refsiaðgerðum.
Íþróttaheimurinn hefur nú nánast allur sem einn lokað á rússnesk íþróttalið eftir að UEFA og FIFA létu undan þrýstingi Alþjóðaólympíusambandsins í gær.