Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 20:17 Verkefnum mun eflaust fjölga þegar líða fer á kvöldið. Mynd/Þorsteinn Sigurbjörnsson/Björgunarsveitin Ársæll Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. Um 200 björgunarsveitarmenn sinna nú verkefnum víðs vegar á landinu vegna óveðursins sem gengur nú yfir en björgunarsveitir hafa þurft að sinna rúmlega 70 verkefnun það sem af er kvöldi. „Verkefnin eru að tínast inn,“ segir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu, en hún segir að verkefnin séu að færast til. „Nú eru farin að aukast verkefni á Vesturlandi og von á að verkefnum fari að fjölga á Norðurkandi, það er eitthvað á Austurlandi líka, þannig það er nóg að gera.“ Meðal verkefna sem björgunarsveitarfólk hefur þurft að sinna í kvöld eru að losa fasta bíla en margir sátu til að mynda fastir á Hellisheiðinni og í Þrengslunum frá því að vegunum var lokað síðdegis. Ferðaþjónustufyrirtæki var meðal annars kallað út til aðstoðar vegna fastra bíla á Hellisheiðinni. „Ég held að það sé bara búið að leysa úr því öllu, ég var að tala við einn sem að var þar og þeir voru bara farnir í annað verkefni, þannig það er bara að klárast eða klárt,“ segi Karen. Þá eru björgunarsveitir að aðstoða við rýmingu á Patreksfirði en Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á svæðinu og var því ákveðið að rýma átta hús. Veður fer einnig versnandi í Vestmannaeyjum þar sem mikið er um vatns- og foktjón. Að sögn Karenar eru björgunarsveitir nú helst að bregðast við aðkallandi verkefnum. „Þetta er í rauninni bara að bregðast við þegar það er kallað og stundum keyrir björgunarsveitarfólk fram á verkefnin þegar þau eru að fara úr einu verkefni í annað,“ segir Karen. Enn sem komið er hefur þeim ekki verið tilkynnt um nein slys. Rauðar viðvaranir vegna veðurs tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa klukkan 19 en annars staðar á landinu eru ýmist appelsínugular eða gular viðvaranir í gildi. Klukkan ellefu í kvöld verða appelsínugular viðvaranir í gildi alls staðar á landinu, nema á Suðurlandi þar sem gul viðvörun tekur gildi. Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Um 200 björgunarsveitarmenn sinna nú verkefnum víðs vegar á landinu vegna óveðursins sem gengur nú yfir en björgunarsveitir hafa þurft að sinna rúmlega 70 verkefnun það sem af er kvöldi. „Verkefnin eru að tínast inn,“ segir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu, en hún segir að verkefnin séu að færast til. „Nú eru farin að aukast verkefni á Vesturlandi og von á að verkefnum fari að fjölga á Norðurkandi, það er eitthvað á Austurlandi líka, þannig það er nóg að gera.“ Meðal verkefna sem björgunarsveitarfólk hefur þurft að sinna í kvöld eru að losa fasta bíla en margir sátu til að mynda fastir á Hellisheiðinni og í Þrengslunum frá því að vegunum var lokað síðdegis. Ferðaþjónustufyrirtæki var meðal annars kallað út til aðstoðar vegna fastra bíla á Hellisheiðinni. „Ég held að það sé bara búið að leysa úr því öllu, ég var að tala við einn sem að var þar og þeir voru bara farnir í annað verkefni, þannig það er bara að klárast eða klárt,“ segi Karen. Þá eru björgunarsveitir að aðstoða við rýmingu á Patreksfirði en Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á svæðinu og var því ákveðið að rýma átta hús. Veður fer einnig versnandi í Vestmannaeyjum þar sem mikið er um vatns- og foktjón. Að sögn Karenar eru björgunarsveitir nú helst að bregðast við aðkallandi verkefnum. „Þetta er í rauninni bara að bregðast við þegar það er kallað og stundum keyrir björgunarsveitarfólk fram á verkefnin þegar þau eru að fara úr einu verkefni í annað,“ segir Karen. Enn sem komið er hefur þeim ekki verið tilkynnt um nein slys. Rauðar viðvaranir vegna veðurs tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa klukkan 19 en annars staðar á landinu eru ýmist appelsínugular eða gular viðvaranir í gildi. Klukkan ellefu í kvöld verða appelsínugular viðvaranir í gildi alls staðar á landinu, nema á Suðurlandi þar sem gul viðvörun tekur gildi.
Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira