Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 20. febrúar 2022 22:55 Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Stöð 2/Bjarni Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrir sem nú er í vændum svipa til veðursins sem gekk yfir landið 7. febrúar síðastliðinn. Þá var gefin út rauð veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í annað skipti í sögunni. „Það er svipuð veðurhæð og mikil úrkoma á Suðurlandi. En veðrið er svona rétt aðeins minna annars staðar en þó nægilega mikið til þess að við erum búin að gefa út appelsínugular viðvaranir núna. Og það er ekki útilokað að við hækkum viðvörunargildið, til dæmis á Suðurlandi, í fyrramálið.“ sagði Elín í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir óveðrið 7. febrúar hafa haft töluverð samfélagsleg áhrif, þá hafi orðið ítrekaðar rafmagnstruflanir og mikil ófærð með tilheyrandi lokunum vega. „Þegar svo ber undir þá kallar það á að við vörum við öðru eins veðri sem gæti haft svipaðar afleiðingar,“ segir hún. Þá segir hún að hægari vindi sé spáð á höfuðborgarsvæðinu en síðast þegar gefin var út rauð viðvörun þar. „Við erum á appelsínugulu og þurfum að sjá til hvort það dugi. Við þurfum að ræða við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila í fyrramálið vegna þess að breytingin frá því síðast er að nú er allt troðfullt af snjó,“ segir Elín. Spáð er hærri hita og því verði töluverð rigning við sjávarmál en svo bæti í sjóinn í efri byggðum þar sem búist er við blindbyl. Mikil hláka og vatnelgur gæti valdið vandræðum á höfuðborgarsvæðinu ef vatnið kemst ekki sína leið. Fer þessari óveðurstíð ekkert að ljúka? „Nei, því miður er útlit fyrir að þessi sé ekki að ljúka alveg á næstunni. Það eru bara þannig aðstæður í andrúmsloftinu. Hérna suður af landi er mjög kalt loft sem mætir hlýrra lofti. Þessi lægðabraut hún stendur undir nafni, Íslandslægða. Kannski að viku liðinni eru einhver merki um að gæti kannski aðeins farið að draga úr,“ segir Elín Björk Jónasdóttir. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02 „Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrir sem nú er í vændum svipa til veðursins sem gekk yfir landið 7. febrúar síðastliðinn. Þá var gefin út rauð veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið í annað skipti í sögunni. „Það er svipuð veðurhæð og mikil úrkoma á Suðurlandi. En veðrið er svona rétt aðeins minna annars staðar en þó nægilega mikið til þess að við erum búin að gefa út appelsínugular viðvaranir núna. Og það er ekki útilokað að við hækkum viðvörunargildið, til dæmis á Suðurlandi, í fyrramálið.“ sagði Elín í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir óveðrið 7. febrúar hafa haft töluverð samfélagsleg áhrif, þá hafi orðið ítrekaðar rafmagnstruflanir og mikil ófærð með tilheyrandi lokunum vega. „Þegar svo ber undir þá kallar það á að við vörum við öðru eins veðri sem gæti haft svipaðar afleiðingar,“ segir hún. Þá segir hún að hægari vindi sé spáð á höfuðborgarsvæðinu en síðast þegar gefin var út rauð viðvörun þar. „Við erum á appelsínugulu og þurfum að sjá til hvort það dugi. Við þurfum að ræða við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila í fyrramálið vegna þess að breytingin frá því síðast er að nú er allt troðfullt af snjó,“ segir Elín. Spáð er hærri hita og því verði töluverð rigning við sjávarmál en svo bæti í sjóinn í efri byggðum þar sem búist er við blindbyl. Mikil hláka og vatnelgur gæti valdið vandræðum á höfuðborgarsvæðinu ef vatnið kemst ekki sína leið. Fer þessari óveðurstíð ekkert að ljúka? „Nei, því miður er útlit fyrir að þessi sé ekki að ljúka alveg á næstunni. Það eru bara þannig aðstæður í andrúmsloftinu. Hérna suður af landi er mjög kalt loft sem mætir hlýrra lofti. Þessi lægðabraut hún stendur undir nafni, Íslandslægða. Kannski að viku liðinni eru einhver merki um að gæti kannski aðeins farið að draga úr,“ segir Elín Björk Jónasdóttir.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02 „Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því. 20. febrúar 2022 15:02
„Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. 19. febrúar 2022 15:36