Innlent

Appelsínugul veðurviðvörun nær yfir allt landið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Allt landið er appelsínugult.
Allt landið er appelsínugult. Veðurstofa Íslands

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið fyrir seinnihluta morgundagsins og fram á þriðjudag. Fyrr í dag náði viðvörunin ekki til Austfjarða en Veðurstofan hefur breytt því.

Gul veðurviðvörun var í gildi á öllu landinu frá seinnihluta morgundagsins en liturinn hefur nú verið uppfærður í appelsínugulan fyrir allt landið.

Seinnipart morgundagsins eru gular viðvaranir í gildi fyrir allt landið fyrir utan Vestfirði, Norðurland eystra, Austurland og Austfirði.

Þegar líða fer á kvöldið taka appelsínugular viðvaranir við á öllu landinu.

Reiknað er með suðaustan stormi eða roki, 20-28 m/s. Gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón.

Útlit er fyrir truflanir á samgöngum. Líkur á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum að því er segir á vef Veðurstofunnar.

Viðvaranirnar teygja sig yfir á þriðjudagsmorgun en detta út ein af annarri eftir því sem líður á daginn.

Uppfært: Fréttinni hefur verið breytt eftir að appelsínugul viðvörun var einnig sett í gildi fyrir Austfirði.


Tengdar fréttir

Skafrenningur og þungfært víða

Aðstæður fyrir akstur eru víða slæmar og á það sérstaklega við með suðurströndinni þar sem vindur er mestur. Á Suðurlandi eru hálkublettir og skafrenningur á hringveginum. Annars staðar er þó víðast þæfingsfærð, hálka eða hálkublettir.

Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008

Veður­við­varanir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vestur­landi síðan í gær. Í Vest­manna­eyjum hefur gríðar­legt fann­fergi valdið miklum truflunum á sam­fé­laginu og segjast Eyja­menn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman ára­tug.

Hundruð stranda­glópa í Bláa lóninu

Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×