Njálssaga myndskreytt með 150 teikningum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. febrúar 2022 08:04 Þórhildur, sem hefur myndskreytt Njálssögu af miklum myndarskap og fagmennsku með 150 myndum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Segja má að Brennu – Njálssaga hafi öðlast nýtt líf og „lifnað“ við með hundrað og fimmtíu teikningum af vettvangi atburða í sögunni. Myndirnar verða notaðar á skólavef aðallega ætluðum framhaldsskólum með styttri texta og útskýringum á tölvutæku formi og auðlesnari máli en í frumritinu Fljótshlíðingurinn Þórhildur Jónsdóttir frá Lambey býr í huggulegri íbúð í Grafarvogi þar sem hún er með vinnuaðstöðuna sína. Hún er mikill listamaður og flink að teikna og mála myndir. Hér er t.d. mynd af ömmu hennar, Þórhildi Þorsteinsdóttur, sem hún gerði og hún hefur líka málað myndir af foreldrum sínum, Jóni Kristinssyni, alltaf kallaður Jóndi og Ragnhildur Sveinbjarnardóttir í Lambey. Ekki má gleyma systkinunum Þórhildar en hún hefur líka teiknað mynd af þeim öllum en þau eru níu talsins, öll á lífi. Systkini Þórhildar og foreldrar hennar, allt myndir sem Þórhildur teiknaði af sinni alkunnu snilld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærsta verkefni Þórhildar í rúmlega ár hefur hins vegar verið að myndskreyta Brennu-Njálssögu fyrir nýlegan sagnavef, sem Sverrir Árnason á heiðurinn af. Hluta af myndunum hefur Þórhildur komið upp á vegg heima hjá sér til gamans. „Sverrir kom bara að máli við mig og spurði mig hvort ég treysti mér að gera þetta og ég já bara prófaði. Þetta er bara mjög skemmtilegt og það var mjög gaman að gera þetta,“ segir Þórhildur. Þórhildur segist hafa teiknað að meðaltali 15 myndir á mánuði. Hún þekkir Njálssögu mjög vel enda margbúin að lesa hana. "Tekið hef ég hér hvolpa tvo, hvað skal við þá gera?“Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst henni um söguna? „Bara mjög skemmtileg, það er bara mjög gaman að lesa hana. Maður getur lesið aftur og aftur, þetta eru svo margar persónur og mikið að gerast.“ Gunnar og Njáll eru uppáhalds persónur Þórhildar í bókinni enda fannst henni sérstaklega gaman að teikna þá enda miklir höfðingjar að hennar sögn. Þórhildur segist vita að þeir framhaldsskólar, sem eru komnir með myndirnar og aðgang að þeim séu mjög ánægðir og það létti mikið á við lestur sögunnar að hafa allar myndskreyttu myndirnar með. Finnst þér að nemendur eigi að læra um Brennu – Njálssögu? Já, endilega, já, já, það á bara að vera skylda.“ Hér er vefurinn með myndunum hennar Þórhildar Gunnar á Hlíðarenda eins og Þórhildur myndskreytti þessa mynd.Magnús Hlynur Hreiðarsson Menning Myndlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fljótshlíðingurinn Þórhildur Jónsdóttir frá Lambey býr í huggulegri íbúð í Grafarvogi þar sem hún er með vinnuaðstöðuna sína. Hún er mikill listamaður og flink að teikna og mála myndir. Hér er t.d. mynd af ömmu hennar, Þórhildi Þorsteinsdóttur, sem hún gerði og hún hefur líka málað myndir af foreldrum sínum, Jóni Kristinssyni, alltaf kallaður Jóndi og Ragnhildur Sveinbjarnardóttir í Lambey. Ekki má gleyma systkinunum Þórhildar en hún hefur líka teiknað mynd af þeim öllum en þau eru níu talsins, öll á lífi. Systkini Þórhildar og foreldrar hennar, allt myndir sem Þórhildur teiknaði af sinni alkunnu snilld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærsta verkefni Þórhildar í rúmlega ár hefur hins vegar verið að myndskreyta Brennu-Njálssögu fyrir nýlegan sagnavef, sem Sverrir Árnason á heiðurinn af. Hluta af myndunum hefur Þórhildur komið upp á vegg heima hjá sér til gamans. „Sverrir kom bara að máli við mig og spurði mig hvort ég treysti mér að gera þetta og ég já bara prófaði. Þetta er bara mjög skemmtilegt og það var mjög gaman að gera þetta,“ segir Þórhildur. Þórhildur segist hafa teiknað að meðaltali 15 myndir á mánuði. Hún þekkir Njálssögu mjög vel enda margbúin að lesa hana. "Tekið hef ég hér hvolpa tvo, hvað skal við þá gera?“Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst henni um söguna? „Bara mjög skemmtileg, það er bara mjög gaman að lesa hana. Maður getur lesið aftur og aftur, þetta eru svo margar persónur og mikið að gerast.“ Gunnar og Njáll eru uppáhalds persónur Þórhildar í bókinni enda fannst henni sérstaklega gaman að teikna þá enda miklir höfðingjar að hennar sögn. Þórhildur segist vita að þeir framhaldsskólar, sem eru komnir með myndirnar og aðgang að þeim séu mjög ánægðir og það létti mikið á við lestur sögunnar að hafa allar myndskreyttu myndirnar með. Finnst þér að nemendur eigi að læra um Brennu – Njálssögu? Já, endilega, já, já, það á bara að vera skylda.“ Hér er vefurinn með myndunum hennar Þórhildar Gunnar á Hlíðarenda eins og Þórhildur myndskreytti þessa mynd.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Menning Myndlist Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira