Þénar marga milljarða á ÓL í Kína en er kölluð svikari í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2022 08:31 Eileen Gu sést hér mætt á verðlaunaafhendingu á leikunum í Peking. AP/Matthias Schrader Það leikur flest í höndunum á hinni átján ára gömlu Eileen Gu. Hún hefur þegar unnið gull og silfur í skíðafimi á Vetrarólympíuleikunum í Peking, er fyrirsæta hjá öllum stóru merkjunum og hefur fengið inngöngu í Stanford University. Það sem gerir hana þó umdeildari en nokkuð annað er að fimmtán ára gömul hætti hún að keppa fyrir Bandaríkin, þar sem hún er fædd og uppalin, og ákvað að keppa frekar fyrir Kína. Kaliforníustelpan ákvað það árið 2019 að keppa fyrir Kína á heimavelli á næstu Ólympíuleikum. Mamma hennar er frá Kína en faðir hennar er bandarískur. Gu fékk góða hjálp við að taka þessa stóru ákvörðun því það hefur skilað henni hundruðum milljóna í tekjur. Hun tjener millioner på OL i Kina, men bliver kaldt forræder i USA https://t.co/FTFAHa1WTw pic.twitter.com/gUQAWtskDh— TV 2 NEWS (@tv2newsdk) February 16, 2022 Andlit Eileen Gu er alls staðar í Kína. Á stórum auglýsingaspjöldum upp á stórum byggingum, í sjónvarpsauglýsingum, á kreditkortum og á kaffibollum. Hún er andlit leikanna í Kína. Kínverjar kalla hana Snjóprinsessuna og hún er mjög heit á auglýsingamarkaðnum enda ung og gullfalleg auk þess að vera heimsklassa íþróttakona. Að sama skapi hefur hún lent mitt á milli í milliríkjadeilu stórveldanna Bandaríkjanna og Kína. Að mati Bandaríkjamanna átti hún að vera skila þeim verðlaunum á leikunum en ekki Kína. Hún talar sjálf um það að henni líði eins og hún sé bandarísk þegar hún er í Bandaríkjunum og eins og hún sé kínversk þegar hún er í Kína. Gu segist líka vera að reyna að bæta tengslin á milli þjóðanna og reyna að hrífa með sér fjölda kínverskra stelpna til að sunda íþróttina sína. About commercial benefits for #EileenGu: she promoted at least 20 brands/companies in 2021 alone, including Anta, Midea, Luckin, China Mobile, Bank of China. CBNData estimates she's made at least 200 million yuan ($31,4 million) in brand ambassadorship alone pic.twitter.com/yEZZek0UHY— Manya Koetse (@manyapan) February 10, 2022 Allt og gott og blessað með það. Það er hins vegar sú staðreynd að Gu forðast það að tala eða svara spurningum um mannréttindabrot eða pólitíkina í Kína. Það eru þessi illa virtu mannréttindi íbúa landsins sem hafa orsakað það að fjölmargir þjóðarleiðtogar heimsins mættu ekki á leikana eins og venjan er. Bandaríkjamenn kalla hana svikara og hún hefur fengið morðhótanir á netinu. Gu hefur margoft verið spurð út í mannréttindabrotin á leikunum en hefur aldrei svarað. „Ég er bara ung stelpa sem er að njóta lífsins og lifa lífinu,“ sagði Gu á síðasta fundi. Á sama tíma þvertók hún fyrir það að hafa selt sálu sína eða að hún vilji ekki lengur sjá lýðræðisþjóðfélög. Hún getur þó aldrei falið sig fyrir því að þessi ákvörðun var fyrst og fremst peningalegs eðlis. Which Ailing (Eileen) Gu are you today? pic.twitter.com/uQSc9BDBLC— Olympics (@Olympics) February 15, 2022 Endurskoðunarfélagið CBNData hefur reiknað það út að Gu hafi á árinu haft tæpa fjóra milljarða króna í tekjur af því að vera sendiherra í Kína fyrir meira en tuttugu mismunandi fyrirtæki. Síðan hún vann gullið sitt í síðustu vikur hafa kínverskir samfélagsmiðlar verið uppfullir af myndum og myndböndum af henni. Svo miklar voru vinsældirnar að samfélagsmiðillinn Weibo hrundi tímabundið þar sem sigurmyndband hennar fékk meira en þrjú hundruð milljónir áhorfa. Fylgjendur hennar á kínverskum miðlum hafa meira en tvöfaldast á einni viku og eru nú fimm milljónir en það er ekkert lát á því að fleiri bætist í hópinn. Það fylgir sögunni að Eileen Gu er ekki bara gullfalleg og hæfileikarík á skíðum. Hún er líka eldklár sem hún sýndi með að klára menntaskólann mikið til í fjarnámi og fá inngöngu í Stanford háskólann. Hún á eftir að keppa í hálfpípunni og þar er hún líka sigurstrangleg. Hún gæti því unnið fleiri verðlaun á þessum leikum og aukið hróður sinn enn frekar. 'PICK A SIDE': @NikkiHaley rips into American-born skier competing for China at the Beijing Olympics. https://t.co/NnB72COXek pic.twitter.com/fIbn3egWhv— Fox News (@FoxNews) February 16, 2022 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Það sem gerir hana þó umdeildari en nokkuð annað er að fimmtán ára gömul hætti hún að keppa fyrir Bandaríkin, þar sem hún er fædd og uppalin, og ákvað að keppa frekar fyrir Kína. Kaliforníustelpan ákvað það árið 2019 að keppa fyrir Kína á heimavelli á næstu Ólympíuleikum. Mamma hennar er frá Kína en faðir hennar er bandarískur. Gu fékk góða hjálp við að taka þessa stóru ákvörðun því það hefur skilað henni hundruðum milljóna í tekjur. Hun tjener millioner på OL i Kina, men bliver kaldt forræder i USA https://t.co/FTFAHa1WTw pic.twitter.com/gUQAWtskDh— TV 2 NEWS (@tv2newsdk) February 16, 2022 Andlit Eileen Gu er alls staðar í Kína. Á stórum auglýsingaspjöldum upp á stórum byggingum, í sjónvarpsauglýsingum, á kreditkortum og á kaffibollum. Hún er andlit leikanna í Kína. Kínverjar kalla hana Snjóprinsessuna og hún er mjög heit á auglýsingamarkaðnum enda ung og gullfalleg auk þess að vera heimsklassa íþróttakona. Að sama skapi hefur hún lent mitt á milli í milliríkjadeilu stórveldanna Bandaríkjanna og Kína. Að mati Bandaríkjamanna átti hún að vera skila þeim verðlaunum á leikunum en ekki Kína. Hún talar sjálf um það að henni líði eins og hún sé bandarísk þegar hún er í Bandaríkjunum og eins og hún sé kínversk þegar hún er í Kína. Gu segist líka vera að reyna að bæta tengslin á milli þjóðanna og reyna að hrífa með sér fjölda kínverskra stelpna til að sunda íþróttina sína. About commercial benefits for #EileenGu: she promoted at least 20 brands/companies in 2021 alone, including Anta, Midea, Luckin, China Mobile, Bank of China. CBNData estimates she's made at least 200 million yuan ($31,4 million) in brand ambassadorship alone pic.twitter.com/yEZZek0UHY— Manya Koetse (@manyapan) February 10, 2022 Allt og gott og blessað með það. Það er hins vegar sú staðreynd að Gu forðast það að tala eða svara spurningum um mannréttindabrot eða pólitíkina í Kína. Það eru þessi illa virtu mannréttindi íbúa landsins sem hafa orsakað það að fjölmargir þjóðarleiðtogar heimsins mættu ekki á leikana eins og venjan er. Bandaríkjamenn kalla hana svikara og hún hefur fengið morðhótanir á netinu. Gu hefur margoft verið spurð út í mannréttindabrotin á leikunum en hefur aldrei svarað. „Ég er bara ung stelpa sem er að njóta lífsins og lifa lífinu,“ sagði Gu á síðasta fundi. Á sama tíma þvertók hún fyrir það að hafa selt sálu sína eða að hún vilji ekki lengur sjá lýðræðisþjóðfélög. Hún getur þó aldrei falið sig fyrir því að þessi ákvörðun var fyrst og fremst peningalegs eðlis. Which Ailing (Eileen) Gu are you today? pic.twitter.com/uQSc9BDBLC— Olympics (@Olympics) February 15, 2022 Endurskoðunarfélagið CBNData hefur reiknað það út að Gu hafi á árinu haft tæpa fjóra milljarða króna í tekjur af því að vera sendiherra í Kína fyrir meira en tuttugu mismunandi fyrirtæki. Síðan hún vann gullið sitt í síðustu vikur hafa kínverskir samfélagsmiðlar verið uppfullir af myndum og myndböndum af henni. Svo miklar voru vinsældirnar að samfélagsmiðillinn Weibo hrundi tímabundið þar sem sigurmyndband hennar fékk meira en þrjú hundruð milljónir áhorfa. Fylgjendur hennar á kínverskum miðlum hafa meira en tvöfaldast á einni viku og eru nú fimm milljónir en það er ekkert lát á því að fleiri bætist í hópinn. Það fylgir sögunni að Eileen Gu er ekki bara gullfalleg og hæfileikarík á skíðum. Hún er líka eldklár sem hún sýndi með að klára menntaskólann mikið til í fjarnámi og fá inngöngu í Stanford háskólann. Hún á eftir að keppa í hálfpípunni og þar er hún líka sigurstrangleg. Hún gæti því unnið fleiri verðlaun á þessum leikum og aukið hróður sinn enn frekar. 'PICK A SIDE': @NikkiHaley rips into American-born skier competing for China at the Beijing Olympics. https://t.co/NnB72COXek pic.twitter.com/fIbn3egWhv— Fox News (@FoxNews) February 16, 2022
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn