Búinn að fara á tvenna Ólympíuleika en hefur enn ekki komist í mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2022 12:01 Sturla Snær Snorrason hefur ekki haft heppnina með sér á síðustu tveimur Ólympíuleikum sínum. Instagram/@sturlasnaer94 Íslenski skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason kláraði í morgun sína aðra Ólympíuleika í röð án þess að ná því að klára ferð. Í lokagrein Sturlu á Vetrarólympíuleikunum í Peking þá gerði hann mistök í svigkeppninni. Sturla missti af beygju ofarlega í brautinni og keyrði í framhaldinu út úr brautinni. Seinna kom í ljós að þetta voru ekki mistök heldur enn ein óheppnin hjá stráknum. Uppfært: Ástæða þess að Sturla keyrði út úr brautinni var sú að hann meiddist, líklega á nára, og gat ekki haldið áfram vegna meiðsla. Sturla missti af fyrri grein sinni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna eftir Opnunarhátíðina þar sem hann bar íslenska fánann inn á völlinn. Þessi veikindi sáu til þess að hann gat ekki keppt í stórsviginu. Sturla keppti líka fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu fyrir fjórum árum síðar. Hann kláraði heldur ekki ferð í þeirri keppni. Hans fyrri grein á leikunum fyrir fjórum árum var stórsvigið þar sem hann datt úr keppni í fyrri ferðinni. Sturla Snær féll þá líka í brautinni með þeim afleiðingum að hann fékk annað skíðið í kálfann. Við það blæddi inn á vöðva. Þessi meiðsli kostuðu hann síðan keppni í sviginu. Sturla gerði hvað hann gat til þess að verða klár í svigkeppnina en eftir upphitun var ljóst að hann var ekki keppnisfær. Á báðum leikunum var Sturla Snær eini íslensku alpagreinamaðurinn sem kláraði ekki ferð. Freydís Halla Einarsdóttir kláraði þrjár ferðir af fjórum í kvennakeppninni í Pyeongchang og á þessum leikunum náði Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 32. sæti í risasvigi og 38. sæti i svigi eftir að hafa fallið úr keppni í stórsviginu. Það er ekki hægt að segja að heppnin hafi verið með Sturlu á þessum tveimur leikum. Meiðsli og veikindi hafa haft sín áhrif en það er svekkjandi að hafa farið á tvo Ólympíuleika án þess að komist í mark. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59 Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00 Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46 Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31 Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Í lokagrein Sturlu á Vetrarólympíuleikunum í Peking þá gerði hann mistök í svigkeppninni. Sturla missti af beygju ofarlega í brautinni og keyrði í framhaldinu út úr brautinni. Seinna kom í ljós að þetta voru ekki mistök heldur enn ein óheppnin hjá stráknum. Uppfært: Ástæða þess að Sturla keyrði út úr brautinni var sú að hann meiddist, líklega á nára, og gat ekki haldið áfram vegna meiðsla. Sturla missti af fyrri grein sinni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna eftir Opnunarhátíðina þar sem hann bar íslenska fánann inn á völlinn. Þessi veikindi sáu til þess að hann gat ekki keppt í stórsviginu. Sturla keppti líka fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu fyrir fjórum árum síðar. Hann kláraði heldur ekki ferð í þeirri keppni. Hans fyrri grein á leikunum fyrir fjórum árum var stórsvigið þar sem hann datt úr keppni í fyrri ferðinni. Sturla Snær féll þá líka í brautinni með þeim afleiðingum að hann fékk annað skíðið í kálfann. Við það blæddi inn á vöðva. Þessi meiðsli kostuðu hann síðan keppni í sviginu. Sturla gerði hvað hann gat til þess að verða klár í svigkeppnina en eftir upphitun var ljóst að hann var ekki keppnisfær. Á báðum leikunum var Sturla Snær eini íslensku alpagreinamaðurinn sem kláraði ekki ferð. Freydís Halla Einarsdóttir kláraði þrjár ferðir af fjórum í kvennakeppninni í Pyeongchang og á þessum leikunum náði Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 32. sæti í risasvigi og 38. sæti i svigi eftir að hafa fallið úr keppni í stórsviginu. Það er ekki hægt að segja að heppnin hafi verið með Sturlu á þessum tveimur leikum. Meiðsli og veikindi hafa haft sín áhrif en það er svekkjandi að hafa farið á tvo Ólympíuleika án þess að komist í mark.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59 Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00 Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46 Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31 Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59
Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00
Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46
Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31
Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02