Sport

Sturla Snær með veiruna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sturla Snær Snorrason greindist með kórónuveiruna í dag.
Sturla Snær Snorrason greindist með kórónuveiruna í dag. Skíðasamband Íslands

Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna.

Sturla fór eins og aðrir íslensku þáttakendurnir í PCR-próf í morgun, en fann fyrir einkennum á æfingu og ákvað að halda sig til hlés og fara jafnframt í annað PCR-próf. Í framhaldinu kom í ljós að bæði prófin sýndu jákvæða niðurstöðu og hann var fluttur í einangrun í Ólympíuþorpinu þar sem hann verður næstu daga.

Ekki er vitað hvar eða hvenær Sturla Snær smitaðist, en allir þátttakendur hafa gætt vel að sóttvörnum undanfarna daga og vikur og grímuskylda er í gildi á Vetrarólympíuleikunum, hvort heldur í Ólympíuþorpunum eða á keppnisstöðum.

Sturla er skráður til keppni í tveimur greinum á leikunum, stórsvigi og svigi. Keppni í stórsvigi fer fram sunnudaginn 13. febrúar og í svigi miðvikudaginn 16. febrúar. Enn á eftir að koma í ljós hversu fljótt Sturla nær að jafna sig af veikindunum, en reglur leikanna gefa möguleika á því að keppendur geti tekið þátt um leið þeir geta framvísað nokkrum neikvæðum PCR-prófum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×