Tónlist

Friðrik Dór nálgast toppinn

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Friðrik Dór hækkar sig um ellefu sæti frá því í síðustu viku á íslenska listanum.
Friðrik Dór hækkar sig um ellefu sæti frá því í síðustu viku á íslenska listanum. Aðsend

Íslenski listinn fór fram á FM957 fyrr í dag þar sem nokkur glæný lög blönduðust við þau vinsælustu um þessar mundir.

Tónlistarkonur voru áberandi í fasta liðnum Líklegt til vinsælda en þar voru tvö lög úr Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem nálgast óðfluga. 

Má þar nefna Reykjavíkurdætur með framlag sitt Turn This Around og SUNCITY og Sanna Martinez með lagið Keep it Cool. 

Nýjasta lag Bríetar, Cold Feet, þykir einnig líklegt til vinsælda en það kom út 21. janúar síðastliðinn.

Friðrik Dór hækkar sig um ellefu sæti á milli vikna og fer úr sextánda sæti í það fimmta með lagið Þú af plötunni Dætur. Því má segja að hann nálgist toppinn óðfluga en platan kom út nú í lok janúar við góðar viðtökur. Lagið Þú ert ástarballaða með kröftugum takti og er fyrsti síngúll plötunnar. Það er mikið um að vera hjá þessum ástsæla söngvara þar sem hann ætlar að halda útgáfu tónleika í Hörpu 11. mars næstkomandi. 

Aðrir fastir liðir íslenska listans voru að sjálfsögðu á sínum stað en þar má finna tvo glænýja liði. Fyrri liðurinn ber nafnið Danslag vikunnar - þar sem undirrituð finnur grípandi lag sem kemur fólki óneitanlega í dansgír og að þessu sinni var lagið Pepas með Farruko fyrir valinu.

Síðari liðurinn er Erlent topplag vikunnar þar sem við heimsækjum ólíkt land hverju sinni og skoðum hvaða lag situr í fyrsta sæti þar. Þá gefst hlustendum tækifæri á að kynna sér hina ýmsu tónlistarmenn og heyra hvaða ólíku hittarar eru að slá í gegn á ólíkum stöðum. Að þessu sinni kíktum við á tónlistarsenuna í Póllandi en vinsælasta lagið þar samkvæmt streymisveitunni Spotify er lagið Jetlag með tónlistarfólkinu Malik montana, Da Choyxe, SRNO og The Plug.

Júlí Heiðar heldur sér svo staðföstum í fyrsta sæti og ungstirnið GAYLE skipar annað sæti með Tik Tok hittaranum abcdefu.

Hér má finna íslenska listann í heild sinni:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

„Þetta virkar ekki alveg saman“

Sólborg Guðbrandsdóttir er 25 ára kona sem hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út tvær bækur. Annarsvegar bókina Fávitar og síðan bókina Aðeins færri Fávitar.

„Hæfileg væmni, fullkomið popp“

Hjartaknúsarinn, tónlistarmaðurinn og faðirinn Friðrik Dór sendi frá sér plötuna Dætur nú á aðfaranótt föstudags 28. janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×