Tónlist

„Hæfileg væmni, fullkomið popp“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Friðrik Dór sendi frá sér plötuna dætur á aðfaranótt föstudags 28. janúar en þetta er hans fimmta plata.
Friðrik Dór sendi frá sér plötuna dætur á aðfaranótt föstudags 28. janúar en þetta er hans fimmta plata. AÐSEND

Hjartaknúsarinn, tónlistarmaðurinn og faðirinn Friðrik Dór sendi frá sér plötuna Dætur nú á aðfaranótt föstudags 28. janúar.

Aðdáendur söngvarans tóku skiljanlega mjög vel í glænýtt efni og hafa lög plötunnar verið áberandi á samfélagsmiðlum síðastliðinn sólarhring.

Á plötunni eru níu lög sem skiptast í hugljúfar ballöður og grípandi groove sem auðvelt er að dilla sér við. Blaðamanni þótti lýsing Sigynjar Jónsdóttur (@sigynjons) á Instagram hitta í mark þar sem hún deildi plötunni í stories og skrifaði „Hæfileg væmni, fullkomið popp“.

Friðrik Dór hefur verið áberandi í popp senunni hér á landi í yfir tólf ár og náð gríðarlegum árangri með hverjum smellinum á fætur öðrum. Eins og fram hefur komið býr platan yfir ólíkum lögum og nær hún því til fjölbreytts hóps hlustenda. Í samtali við Lífið á Vísi segir Friðrik Dór að platan hafi verið í vinnslu síðustu tvö árin.

„Það er langur tími og kannski þar af leiðandi er platan mjög fjölbreytt. Eitthvað fyrir alla myndi ég halda.“

Titill plötunnar er ekki handahófskenndur þar sem öll afkvæmi Friðriks Dórs eru stúlkur og eignaðist hann sína þriðju dóttur í byrjun janúar.

„Platan er því enn eitt afkvæmið sem bætist í dætra hópinn.“

Eftir nokkra ára vinnu er því fjórða afkvæmið mætt í heiminn og nú getur þjóðin notið hækkandi sólar með glænýrri tónlist frá Frikka Dórs.

„Ég vona bara að allt mitt fólk sem hefur verið mér svo tryggt og traust í gegnum árin verði ánægt og svo væri gaman að ná í nokkur ný andlit í FD nation,“ segir Friðrik Dór að lokum.


Tengdar fréttir

Frikki Dór og Lísa eiga von á þriðja barninu

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir eiginkona hans eiga von á barni. Eiga þau von á stúlku en fyrir eiga þau dæturnar Ásthildi og Úlfhildi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×