„Hæfileg væmni, fullkomið popp“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. janúar 2022 14:31 Friðrik Dór sendi frá sér plötuna dætur á aðfaranótt föstudags 28. janúar en þetta er hans fimmta plata. AÐSEND Hjartaknúsarinn, tónlistarmaðurinn og faðirinn Friðrik Dór sendi frá sér plötuna Dætur nú á aðfaranótt föstudags 28. janúar. Aðdáendur söngvarans tóku skiljanlega mjög vel í glænýtt efni og hafa lög plötunnar verið áberandi á samfélagsmiðlum síðastliðinn sólarhring. Á plötunni eru níu lög sem skiptast í hugljúfar ballöður og grípandi groove sem auðvelt er að dilla sér við. Blaðamanni þótti lýsing Sigynjar Jónsdóttur (@sigynjons) á Instagram hitta í mark þar sem hún deildi plötunni í stories og skrifaði „Hæfileg væmni, fullkomið popp“. Friðrik Dór hefur verið áberandi í popp senunni hér á landi í yfir tólf ár og náð gríðarlegum árangri með hverjum smellinum á fætur öðrum. Eins og fram hefur komið býr platan yfir ólíkum lögum og nær hún því til fjölbreytts hóps hlustenda. Í samtali við Lífið á Vísi segir Friðrik Dór að platan hafi verið í vinnslu síðustu tvö árin. „Það er langur tími og kannski þar af leiðandi er platan mjög fjölbreytt. Eitthvað fyrir alla myndi ég halda.“ Titill plötunnar er ekki handahófskenndur þar sem öll afkvæmi Friðriks Dórs eru stúlkur og eignaðist hann sína þriðju dóttur í byrjun janúar. „Platan er því enn eitt afkvæmið sem bætist í dætra hópinn.“ View this post on Instagram A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor) Eftir nokkra ára vinnu er því fjórða afkvæmið mætt í heiminn og nú getur þjóðin notið hækkandi sólar með glænýrri tónlist frá Frikka Dórs. „Ég vona bara að allt mitt fólk sem hefur verið mér svo tryggt og traust í gegnum árin verði ánægt og svo væri gaman að ná í nokkur ný andlit í FD nation,“ segir Friðrik Dór að lokum. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor) Tónlist Menning Ástin og lífið Tengdar fréttir Frikki Dór: Þriggja dætra faðir og ný plata á leiðinni Stórsöngvarinn Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir hafa tekið á móti þriðju dóttur sinni og er einnig ný plata frá honum væntanleg á miðnætti. 27. janúar 2022 11:30 Frikki Dór og Lísa eiga von á þriðja barninu Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir eiginkona hans eiga von á barni. Eiga þau von á stúlku en fyrir eiga þau dæturnar Ásthildi og Úlfhildi. 14. september 2021 11:26 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Aðdáendur söngvarans tóku skiljanlega mjög vel í glænýtt efni og hafa lög plötunnar verið áberandi á samfélagsmiðlum síðastliðinn sólarhring. Á plötunni eru níu lög sem skiptast í hugljúfar ballöður og grípandi groove sem auðvelt er að dilla sér við. Blaðamanni þótti lýsing Sigynjar Jónsdóttur (@sigynjons) á Instagram hitta í mark þar sem hún deildi plötunni í stories og skrifaði „Hæfileg væmni, fullkomið popp“. Friðrik Dór hefur verið áberandi í popp senunni hér á landi í yfir tólf ár og náð gríðarlegum árangri með hverjum smellinum á fætur öðrum. Eins og fram hefur komið býr platan yfir ólíkum lögum og nær hún því til fjölbreytts hóps hlustenda. Í samtali við Lífið á Vísi segir Friðrik Dór að platan hafi verið í vinnslu síðustu tvö árin. „Það er langur tími og kannski þar af leiðandi er platan mjög fjölbreytt. Eitthvað fyrir alla myndi ég halda.“ Titill plötunnar er ekki handahófskenndur þar sem öll afkvæmi Friðriks Dórs eru stúlkur og eignaðist hann sína þriðju dóttur í byrjun janúar. „Platan er því enn eitt afkvæmið sem bætist í dætra hópinn.“ View this post on Instagram A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor) Eftir nokkra ára vinnu er því fjórða afkvæmið mætt í heiminn og nú getur þjóðin notið hækkandi sólar með glænýrri tónlist frá Frikka Dórs. „Ég vona bara að allt mitt fólk sem hefur verið mér svo tryggt og traust í gegnum árin verði ánægt og svo væri gaman að ná í nokkur ný andlit í FD nation,“ segir Friðrik Dór að lokum. View this post on Instagram A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor)
Tónlist Menning Ástin og lífið Tengdar fréttir Frikki Dór: Þriggja dætra faðir og ný plata á leiðinni Stórsöngvarinn Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir hafa tekið á móti þriðju dóttur sinni og er einnig ný plata frá honum væntanleg á miðnætti. 27. janúar 2022 11:30 Frikki Dór og Lísa eiga von á þriðja barninu Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir eiginkona hans eiga von á barni. Eiga þau von á stúlku en fyrir eiga þau dæturnar Ásthildi og Úlfhildi. 14. september 2021 11:26 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Frikki Dór: Þriggja dætra faðir og ný plata á leiðinni Stórsöngvarinn Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir hafa tekið á móti þriðju dóttur sinni og er einnig ný plata frá honum væntanleg á miðnætti. 27. janúar 2022 11:30
Frikki Dór og Lísa eiga von á þriðja barninu Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir eiginkona hans eiga von á barni. Eiga þau von á stúlku en fyrir eiga þau dæturnar Ásthildi og Úlfhildi. 14. september 2021 11:26