Vann ÓL-gull og fagnaði með að kyssa þjálfarann og hrauna yfir sambandið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 08:30 Arianna Fontana kyssir hér þjálfara sinn sem er líka eiginmaður hennar. AP/David J. Phillip Ítalska skautakonan Arianna Fontana vann Ólympíugull í skautaati í vikunni og fagnaði því á frekar sérstakan hátt. Eftir að gullið var í höfn þá kyssti hún þjálfara sinn og hraunaði síðan fyrir Skautasamband Ítala í viðtölum við blaðamenn. Fontana fagnaði sigrinum með því að öskra og steyta hnefanum upp í loftið en það var öllum ljóst að þetta skipti hana gríðarlegu máli. Why gold medalist Arianna Fontana's 2022 Olympics kiss had a hint of revenge https://t.co/sVodGkmcGI pic.twitter.com/C6j9LAwUjw— New York Post (@nypost) February 9, 2022 „Ég er ekki vön því að öskra en þetta var leið fyrir mig að ná öllu út því ég þurfti að losa mig við reiðina,“ sagði Arianna Fontana. Hún skautaði síðan beint til þjálfara síns, Anthony Lobello Jr., og smellti á hann kossi eins og sjá má á myndinni að ofan. Hin 31 árs gamla skautakona heldur því fram að enginn hjá Skautasambandi Ítala hafi viljað sjá hana á þessum leikum. Hún hefur staðið í deilum við ítalska sambandið síðan á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Deilan á rætur sínar að rekja til þess að hún ákvað að eiginmaðurinn yrði þjálfari hennar. Í framhaldi af þeirri ákvöðrun lækkaði ítalska sambandið stuðningsgreiðslur sínar. „Við vorum að glíma við fólk sem vildi ekki sjá mig hér. Sambandið hefur ekki stutt vel við bakið á mér af því að maðurinn minn þjálfar mig,“ sagði Arianna Fontana. History! Arianna Fontana wins #Gold in #ShortTrackSkating - Women's 500m, her 10th Olympic medal to tie Stefania Belmondo as the most decorated Italian female Olympian in history!#Beijing2022 | #StrongerTogether | @ItaliaTeam_It | @AryFonta— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 „Við sýndum öllum að hann er frábær þjálfari. Það var best fyrir mig að hafa hann mér við hlið,“ sagði Arianna. Þau eyddu þremur árum í Ungverjalandi en komu til baka til Ítalíu á síðasta ári til að æfa með ítalska landsliðinu. „Ég hitti stjórnarmenn á ganginum og þeir óskuðu mér ekki til hamingju. Það er reyndar betra að þeir haldi sig bara fjarri,“ sagði Arianna og hún er óviss með framhaldið. „Ef hlutirnir breytast ekki þá ætla ég ekki að ganga aftur í gegnum þetta,“ sagði Arianna. Hún er mjög sigursæl en þetta voru hennar tíundu verðlaun á Ólympíuleikun. Arianna vann einnig gull í 500 metra skautaati í Pyeongchang 2018 og fékk silfur í greininni í Sochi 2014. Hún hefur unnið tvö gull, þrjú silfur og fimm brons á Ólympíuleikum. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sjá meira
Eftir að gullið var í höfn þá kyssti hún þjálfara sinn og hraunaði síðan fyrir Skautasamband Ítala í viðtölum við blaðamenn. Fontana fagnaði sigrinum með því að öskra og steyta hnefanum upp í loftið en það var öllum ljóst að þetta skipti hana gríðarlegu máli. Why gold medalist Arianna Fontana's 2022 Olympics kiss had a hint of revenge https://t.co/sVodGkmcGI pic.twitter.com/C6j9LAwUjw— New York Post (@nypost) February 9, 2022 „Ég er ekki vön því að öskra en þetta var leið fyrir mig að ná öllu út því ég þurfti að losa mig við reiðina,“ sagði Arianna Fontana. Hún skautaði síðan beint til þjálfara síns, Anthony Lobello Jr., og smellti á hann kossi eins og sjá má á myndinni að ofan. Hin 31 árs gamla skautakona heldur því fram að enginn hjá Skautasambandi Ítala hafi viljað sjá hana á þessum leikum. Hún hefur staðið í deilum við ítalska sambandið síðan á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum. Deilan á rætur sínar að rekja til þess að hún ákvað að eiginmaðurinn yrði þjálfari hennar. Í framhaldi af þeirri ákvöðrun lækkaði ítalska sambandið stuðningsgreiðslur sínar. „Við vorum að glíma við fólk sem vildi ekki sjá mig hér. Sambandið hefur ekki stutt vel við bakið á mér af því að maðurinn minn þjálfar mig,“ sagði Arianna Fontana. History! Arianna Fontana wins #Gold in #ShortTrackSkating - Women's 500m, her 10th Olympic medal to tie Stefania Belmondo as the most decorated Italian female Olympian in history!#Beijing2022 | #StrongerTogether | @ItaliaTeam_It | @AryFonta— Olympics (@Olympics) February 7, 2022 „Við sýndum öllum að hann er frábær þjálfari. Það var best fyrir mig að hafa hann mér við hlið,“ sagði Arianna. Þau eyddu þremur árum í Ungverjalandi en komu til baka til Ítalíu á síðasta ári til að æfa með ítalska landsliðinu. „Ég hitti stjórnarmenn á ganginum og þeir óskuðu mér ekki til hamingju. Það er reyndar betra að þeir haldi sig bara fjarri,“ sagði Arianna og hún er óviss með framhaldið. „Ef hlutirnir breytast ekki þá ætla ég ekki að ganga aftur í gegnum þetta,“ sagði Arianna. Hún er mjög sigursæl en þetta voru hennar tíundu verðlaun á Ólympíuleikun. Arianna vann einnig gull í 500 metra skautaati í Pyeongchang 2018 og fékk silfur í greininni í Sochi 2014. Hún hefur unnið tvö gull, þrjú silfur og fimm brons á Ólympíuleikum.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sjá meira