Innlent

Vöru­bíll fór út af veginum í Þrengslum í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Hálka hefur verið á vegum á þessum slóðum síðustu daga.
Hálka hefur verið á vegum á þessum slóðum síðustu daga. Vísir/Adelina

Vörubíll á vegum Lýsis fór út af Þrengslavegi í gær. Bíllinn blasir nú við vegfarendum á þessum slóðum og er unnið að því að ná bílnum af slysstaðnum.

Erla Gunnlaugsdóttir, markaðsstjóri Lýsis, segir að vörubíllinn hafi runnið til í hálku og að bílstjórinn hafi sloppið við meiðsli.

Hálka hefur verið á vegum á þessum slóðum síðustu daga.

Bílstjóri vörubílsins slapp ómeiddur.Vísir/Adelina



Fleiri fréttir

Sjá meira


×