Tónlist

Lagið FLOTT með hljómsveitinni FLOTT er komið út: „Flottari en í gær, flottust á morgun“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Hljómsveitin FLOTT er skipuð fjölbreyttum hópi tónlistarkvenna. Hér eru þær á Airwaves 2021. 
Hljómsveitin FLOTT er skipuð fjölbreyttum hópi tónlistarkvenna. Hér eru þær á Airwaves 2021.  Aðsend/FLOTT

Stúlknasveitin FLOTT sendi frá glænýtt lag í dag en lagið ber einnig nafnið FLOTT. 

Lagið er nú aðgengilegt á streymisveitunni Spotify og er sjötta lagið sem hljómsveitin sendir frá sér.

Textarnir hjá FLOTT tengjast gjarnan ýmsum tilfinningum en það er aldrei langt í húmorinn. Í viðtali við Lífið á Vísi í gær segir Vigdís Hafliðadóttir, söngkona sveitinnar, meðal annars frá því að titill lagsins, FLOTT, hafi upphaflega komið til vegna þess að henni þótti það fyndið og auðvelt væri að muna það.  Hún segist reyna að nálgast allt sem hún gerir af einhverjum húmor þar sem það hefur auðveldað henni lífið. Hinsvegar er textinn í þessu lagi ekkert grín en er frekar raunsæ lýsing á tilfinningu og andlegu ástandi sem eflaust margir kannast við. Hægt er að lesa meira um það hér

FLOTT skrifaði á dögunum undir samning við Sony Music Iceland og má því segja að það séu spennandi tímar framundan hjá þeim. Þær eru einnig tilnefndar sem nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022 sem fara fram 19. mars næstkomandi en kosning er enn í fullum gangi. 


Tengdar fréttir

FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“

Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×