Samdi við eitt besta lið Þýskalands í amerískum fótbolta og er þjálfaður af metsöluhöfundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 11:31 Stefán Númi Stefánsson sést hér í búningi Swarco Raiders en hann varð austurrískur meistari með liðinu á síðustu leiktíð. Instagram/@theicelandicpolarbear Ævintýri Stefáns Núma Stefánssonar halda áfram en eftir að hafa spilað amerískan fótbolta í Danmörku, á Spáni og nú síðast í Austurríki þá hefur hann fengið hjá samning hjá einu af fjórum bestu liðum Þýskalands í íþróttinni. Stefán Númi, sem einn af fáum íslensku atvinnumönnunum í amerískum fótbolta, samdi við Potsdam Royals á dögunum en þýska deildin er önnur af tveimur bestu deildunum í Evrópu. Liðið komst í undanúrslitin á síðasta tímabili en duttu þar út fyrir verðandi Þýskalandsmeisturum Dresden Monarchs. View this post on Instagram A post shared by Potsdam Royals (@potsdamroyals) Stefán hefur spilað með Mallorca Voltors á Spáni og með Arhus Tigers í Danmörku á síðustu árum áður en hann flutti sig yfir til Austurríkis til að spila með Swarco Raiders. Hann var áður körfuboltamaður hér á Íslandi en kynntist ameríska fótboltanum út í Danmörku og þá var ekki aftur snúið. Æfði körfubolta heima á Íslandi „Ég æfði körfubolta í sautján ár heima á Íslandi og spilaði með Hetti allan tímann. Fyrir algjöra slysni þá fór ég í lýðháskóla hérna í Danmörku og fékk að prufa að fara í amerískan fótbolta. Ég féll bara fyrir íþróttinni þar,“ sagði Stefán Númi Stefánsson í samtali við Vísi á sínm tíma. Stefán er 26 ára gamall og fer til Potsdam ásamt liðsfélaga sínum Stanley Aronokhale sem er öflugur varnarmaður og lék einnig með Raiders liðinu í Austurríki. Stefán Númi endaði tíma sinn vel í Austurríki. Liðið komst áfram í úrslitakeppnina þrátt fyrri að glíma við mikil meiðsli og liðið sýndi styrk sinn í úrslitakeppninni. Raiders unnu SsangYong Danube Dragons 31-20 í undanúrslitunum og í úrslitaleiknum unnu þeir Víkingana frá Vín. Unnu erkifjendur sína í úrslitaleiknum „Við spiluðum þarna á móti erkifjendum okkar, Vienna Vikings og þeir sá aldrei til sólar þann daginn. Við unnum við leikinn 35-14 og urðum þar með Austurríkismeistarar 2021,“ segir Stefán Númi. Liðið tapaði síðan í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti einu toppliði Þýskalands, Schwäbisch Hall Unicorns. View this post on Instagram A post shared by Stefa n Nu mi Stefa nsson (@theicelandicpolarbear) Þjálfarinn hans er metsöluhöfundur „Ég ákvað að taka þessu tilboði hjá Potsdam Royals þar sem ég tel að þetta sé stórt tækifæri í mínum ferli og skref í rétta átt að markmiði mínu sem er að komast sem lengst í þessari íþrótt. Þeir hafa ráðið bandarískan sóknarlínuþjálfara sem hefur margra ára reynslu og er hann (Randy Jackson) einnig metsöluhöfundur í Bandaríkjunum þar sem hann skrifar bækur um hugarfar íþróttamanna og þá sérstaklega amerísks fótbolta,“ segir Stefán Númi. We would like to announce that @CoachJacksonTPW will be our keynote speaker Friday night! If you ve never gotten a chance to hear him in person or study his books, then you won t want to miss this opportunity. Check out his website at https://t.co/9fQuBPlMFQ pic.twitter.com/ojFwgHp5aD— Boot Up Football Coaching Clinic (@bootupfootball) December 2, 2021 „Standardinn í þýsku deildinni er mun hærri en er í Austurríki og þá sérstaklega í norðurdeildinni þar sem Potsdam Royals spila. Markmið mitt er að leggja mitt af mörkum fyrir liðið og vonandi vinna titil og fá minn annan hring á ferlinum. En einnig er mitt markmið að bæta mig sem leikmann og ná í eins mikla reynslu og ég get,“ segir Stefán Númi. Ég er stór einstaklingur „Líkamlega er ég nokkuð góðu formi. Ég er stór einstaklingur (195 cm hár og 140 kg) eins og margir sóknarlínumennirnir í NFL deildinni eru, enda oftast eru þeir stærstu og sterkustu mennirnir á vellinum. Á þessu „offseasoni“ hef ég unnið mikið í að bæta styrkleika og sprengikraft en einnig liðleika og tækni. Það er að sjálfsögðu frekar erfitt að vinna einn í tækni og fótboltaæfingum en það styttist í að ég fari út og byrja að vinna með liðinu og þjálfurum. Það er enginn annað hér á Austurlandi sem eru í þessari íþrótt svo maður er frekar einn í þessu,“ segir Stefán Númi. Er enn á Egilsstöðum Hann er enn á Egilsstöðum en fer út til Þýskalands í apríl. „Eins og staðan er núna er ég heima á Íslandi, nánar tiltekið á Egilsstöðum, en ég fer út til Potsdam í byrjun apríl. En ég hef takmarkaðar upplýsingar eins og staðan er núna um aðbúnað þarna. En hef frá góðum félaga mínum að þetta sé almennt góð aðstaða,“ segir Stefán Númi. Hann ætlar að leyfa fólki að fylgjast með ævintýri sínu í þýsku deildinni inn á Instagram siðu sinni sem er @TheIcelandicPolarbear. „Ég mun nota það daglega til að sýna frá lífinu sem atvinnumaður í fótbolta og frá ýmsum upplifunum mínum,“ segir Stefán. View this post on Instagram A post shared by Stefa n Nu mi Stefa nsson (@theicelandicpolarbear) NFL Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira
Stefán Númi, sem einn af fáum íslensku atvinnumönnunum í amerískum fótbolta, samdi við Potsdam Royals á dögunum en þýska deildin er önnur af tveimur bestu deildunum í Evrópu. Liðið komst í undanúrslitin á síðasta tímabili en duttu þar út fyrir verðandi Þýskalandsmeisturum Dresden Monarchs. View this post on Instagram A post shared by Potsdam Royals (@potsdamroyals) Stefán hefur spilað með Mallorca Voltors á Spáni og með Arhus Tigers í Danmörku á síðustu árum áður en hann flutti sig yfir til Austurríkis til að spila með Swarco Raiders. Hann var áður körfuboltamaður hér á Íslandi en kynntist ameríska fótboltanum út í Danmörku og þá var ekki aftur snúið. Æfði körfubolta heima á Íslandi „Ég æfði körfubolta í sautján ár heima á Íslandi og spilaði með Hetti allan tímann. Fyrir algjöra slysni þá fór ég í lýðháskóla hérna í Danmörku og fékk að prufa að fara í amerískan fótbolta. Ég féll bara fyrir íþróttinni þar,“ sagði Stefán Númi Stefánsson í samtali við Vísi á sínm tíma. Stefán er 26 ára gamall og fer til Potsdam ásamt liðsfélaga sínum Stanley Aronokhale sem er öflugur varnarmaður og lék einnig með Raiders liðinu í Austurríki. Stefán Númi endaði tíma sinn vel í Austurríki. Liðið komst áfram í úrslitakeppnina þrátt fyrri að glíma við mikil meiðsli og liðið sýndi styrk sinn í úrslitakeppninni. Raiders unnu SsangYong Danube Dragons 31-20 í undanúrslitunum og í úrslitaleiknum unnu þeir Víkingana frá Vín. Unnu erkifjendur sína í úrslitaleiknum „Við spiluðum þarna á móti erkifjendum okkar, Vienna Vikings og þeir sá aldrei til sólar þann daginn. Við unnum við leikinn 35-14 og urðum þar með Austurríkismeistarar 2021,“ segir Stefán Númi. Liðið tapaði síðan í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti einu toppliði Þýskalands, Schwäbisch Hall Unicorns. View this post on Instagram A post shared by Stefa n Nu mi Stefa nsson (@theicelandicpolarbear) Þjálfarinn hans er metsöluhöfundur „Ég ákvað að taka þessu tilboði hjá Potsdam Royals þar sem ég tel að þetta sé stórt tækifæri í mínum ferli og skref í rétta átt að markmiði mínu sem er að komast sem lengst í þessari íþrótt. Þeir hafa ráðið bandarískan sóknarlínuþjálfara sem hefur margra ára reynslu og er hann (Randy Jackson) einnig metsöluhöfundur í Bandaríkjunum þar sem hann skrifar bækur um hugarfar íþróttamanna og þá sérstaklega amerísks fótbolta,“ segir Stefán Númi. We would like to announce that @CoachJacksonTPW will be our keynote speaker Friday night! If you ve never gotten a chance to hear him in person or study his books, then you won t want to miss this opportunity. Check out his website at https://t.co/9fQuBPlMFQ pic.twitter.com/ojFwgHp5aD— Boot Up Football Coaching Clinic (@bootupfootball) December 2, 2021 „Standardinn í þýsku deildinni er mun hærri en er í Austurríki og þá sérstaklega í norðurdeildinni þar sem Potsdam Royals spila. Markmið mitt er að leggja mitt af mörkum fyrir liðið og vonandi vinna titil og fá minn annan hring á ferlinum. En einnig er mitt markmið að bæta mig sem leikmann og ná í eins mikla reynslu og ég get,“ segir Stefán Númi. Ég er stór einstaklingur „Líkamlega er ég nokkuð góðu formi. Ég er stór einstaklingur (195 cm hár og 140 kg) eins og margir sóknarlínumennirnir í NFL deildinni eru, enda oftast eru þeir stærstu og sterkustu mennirnir á vellinum. Á þessu „offseasoni“ hef ég unnið mikið í að bæta styrkleika og sprengikraft en einnig liðleika og tækni. Það er að sjálfsögðu frekar erfitt að vinna einn í tækni og fótboltaæfingum en það styttist í að ég fari út og byrja að vinna með liðinu og þjálfurum. Það er enginn annað hér á Austurlandi sem eru í þessari íþrótt svo maður er frekar einn í þessu,“ segir Stefán Númi. Er enn á Egilsstöðum Hann er enn á Egilsstöðum en fer út til Þýskalands í apríl. „Eins og staðan er núna er ég heima á Íslandi, nánar tiltekið á Egilsstöðum, en ég fer út til Potsdam í byrjun apríl. En ég hef takmarkaðar upplýsingar eins og staðan er núna um aðbúnað þarna. En hef frá góðum félaga mínum að þetta sé almennt góð aðstaða,“ segir Stefán Númi. Hann ætlar að leyfa fólki að fylgjast með ævintýri sínu í þýsku deildinni inn á Instagram siðu sinni sem er @TheIcelandicPolarbear. „Ég mun nota það daglega til að sýna frá lífinu sem atvinnumaður í fótbolta og frá ýmsum upplifunum mínum,“ segir Stefán. View this post on Instagram A post shared by Stefa n Nu mi Stefa nsson (@theicelandicpolarbear)
NFL Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira