Innlent

Keyrt á kyrr­stæðan bíl á að­rein á Reykja­nes­braut

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning um slysið barst klukkan 8:36.
Tilkynning um slysið barst klukkan 8:36. Vísir/Vilhelm

Sjúkrabílar Brunavarna Suðurnesja voru sendir á vettvang eftir tilkynning barst um að bíl hafi verið ekið á kyrrstæðan bíl á aðrein á Reykjanesbraut skömmu eftir klukkan hálf níu í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynning um slysið 8:36, en það varð á aðrein á Reykjanesbraut til móts við Kaffitár í Reykjanesbæ.

Kyrrstæða bílnum hafði verið lagt á langri aðrein og er talið að ökumaður bílsins sem ók á þann kyrrstæða hafi verið með augað á akreinunum til vinstri til að komast inn á sjálfa Reykjanesbrautina þegar hann ók á kyrrstæða bílinn.

Talið er að meiðsl ökumannsins séu minniháttar.

Uppfært 21. janúar klukkan 13:21

Ungt par var í kyrrstæða bílnum sem lögregla hafði haft afskipti af og beðið um að færa sig af veginum út á aðreinina. Þetta segir móðir annars þeirra. Hún telur þau hafa slasast nokkuð en sem betur fer ekki alvarlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×