Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynning um slysið 8:36, en það varð á aðrein á Reykjanesbraut til móts við Kaffitár í Reykjanesbæ.
Kyrrstæða bílnum hafði verið lagt á langri aðrein og er talið að ökumaður bílsins sem ók á þann kyrrstæða hafi verið með augað á akreinunum til vinstri til að komast inn á sjálfa Reykjanesbrautina þegar hann ók á kyrrstæða bílinn.
Talið er að meiðsl ökumannsins séu minniháttar.
Uppfært 21. janúar klukkan 13:21
Ungt par var í kyrrstæða bílnum sem lögregla hafði haft afskipti af og beðið um að færa sig af veginum út á aðreinina. Þetta segir móðir annars þeirra. Hún telur þau hafa slasast nokkuð en sem betur fer ekki alvarlega.