Lífið

Dularfull ljósmynd vekur athygli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Salomon virðist ekki vera eins saklaus og hann lítur út fyrir að vera. 
Salomon virðist ekki vera eins saklaus og hann lítur út fyrir að vera. 

Á sunnudaginn fór í loftið fimmti þátturinn af Svörtum söndum á Stöð 2. Það má með sanni segja að hlutirnir gerist hratt í þáttunum núna.

Þorpslæknirinn Salomon og Aníta eru farin að eiga í ástarsambandi en eitthvað er aftur á móti gruggugt við hegðun Salomons.

Þeir sem hafa ekki séð þættina ætti í raun að hætta að lesa núna og skoða ekki myndskeiðið sem fylgir.

Annað lík finnst en eitt atriðið vakti sérstaka athygli í síðasta þætti. Þá stendur Salomon á ganginum á heimili sínu og er að velta fyrir sér ljósmynd. Mynd af þremur konum. Hann reiðist, brýtur rammann og í ljós kemur að búið er að brjóta upp á ljósmyndina og þar stendur dularfullur karlmaður við hlið þeirra.

Hér að neðan má sjá atriðið úr síðasta þætti.

Klippa: Dularfull ljósmynd vekur athygliFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.