Hrútarnir sannfærandi og mæta Tom Brady og meisturunum næst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 11:00 Útherjinn Odell Beckham Jr. og leikstjórnandinn Matthew Stafford eru að ná vel saman hjá Los Angeles Rams. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Rams liðið varð í nótt áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL en þau fara síðan fram um næstu helgi. Rams vann þá sannfærandi 34-11 sigur á Arizona Cardinals á heimavelli sínum SoFi Stadium sem mun líka hýsa Super Bowl leikinn í næsta mánuði. Rams-liðið er vel mannað lið og til alls líklegt í ár. Leikstjórnandi þess, Matthew Stafford, hefur verið lengi í deildinni en fagnaði sínum fyrsta sigri í úrslitakeppni í þessum leik. Hann var í þrettán ár hjá Detriot Lions án þess að vinna leik á stóra sviðinu. Stafford átti tvær snertimarkssendingar í leiknum og skoraði síðan eitt snertimark sjálfur. Liðið komst í 28-0 í upphafi þriðja leikhlutans og leikurinn í nótt var því ekki mjög spennandi. Útherjarnir frábæru, Odell Beckham Jr. og Cooper Kupp, skoruðu báðir snertimark og þá er hlauparinn Cam Akers, sem sleit hásin í júlí, aftur kominn á fullt og var hann öflugur í leiknum í nótt. Vörnin er líka gríðarlega sterk og skoraði eitt snertimark eftir að hafa komist inn í sendingu leikstjórnanda Arizona Cardinals, Kyler Murray. Það voru alltof margir ójafnir leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um helgina en það eru líkur á því að það breytist um næstu helgi. NFL-deildin hefur nú raða upp leikjunum en þeir verða allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Undanúrslit deildanna hefjast í Tennessee á laugardaginn en tveir leikir eru á laugardag og tveir á sunnudag. Sigurvegararnir komast í úrslitaleik deildanna viku seinna. Green Bay Packers og Tennessee Titans voru efstu lið deildanna og sátu hjá í fyrstu umferðinni. Nú koma þau bæði inn. Með sigrinum í nótt tryggði Los Angeles Rams liðið sér leik á móti Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Sá leikur er fyrri leikurinn á sunnudaginn en liðin eru í Þjóðardeildinni. Hinn leikurinn í Þjóðardeildinni er leikur Green Bay Packers á móti San Francisco 49ers, sem er seinni leikurinn á laugardaginn. Í Ameríkudeildinni spila Tennessee Titans og Cincinnati Bengals á laugardaginn og það lið sem hefur betur mætir sigurvegaranum úr leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills sem er lokaleikur helgarinnar. Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Rams vann þá sannfærandi 34-11 sigur á Arizona Cardinals á heimavelli sínum SoFi Stadium sem mun líka hýsa Super Bowl leikinn í næsta mánuði. Rams-liðið er vel mannað lið og til alls líklegt í ár. Leikstjórnandi þess, Matthew Stafford, hefur verið lengi í deildinni en fagnaði sínum fyrsta sigri í úrslitakeppni í þessum leik. Hann var í þrettán ár hjá Detriot Lions án þess að vinna leik á stóra sviðinu. Stafford átti tvær snertimarkssendingar í leiknum og skoraði síðan eitt snertimark sjálfur. Liðið komst í 28-0 í upphafi þriðja leikhlutans og leikurinn í nótt var því ekki mjög spennandi. Útherjarnir frábæru, Odell Beckham Jr. og Cooper Kupp, skoruðu báðir snertimark og þá er hlauparinn Cam Akers, sem sleit hásin í júlí, aftur kominn á fullt og var hann öflugur í leiknum í nótt. Vörnin er líka gríðarlega sterk og skoraði eitt snertimark eftir að hafa komist inn í sendingu leikstjórnanda Arizona Cardinals, Kyler Murray. Það voru alltof margir ójafnir leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um helgina en það eru líkur á því að það breytist um næstu helgi. NFL-deildin hefur nú raða upp leikjunum en þeir verða allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Undanúrslit deildanna hefjast í Tennessee á laugardaginn en tveir leikir eru á laugardag og tveir á sunnudag. Sigurvegararnir komast í úrslitaleik deildanna viku seinna. Green Bay Packers og Tennessee Titans voru efstu lið deildanna og sátu hjá í fyrstu umferðinni. Nú koma þau bæði inn. Með sigrinum í nótt tryggði Los Angeles Rams liðið sér leik á móti Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Sá leikur er fyrri leikurinn á sunnudaginn en liðin eru í Þjóðardeildinni. Hinn leikurinn í Þjóðardeildinni er leikur Green Bay Packers á móti San Francisco 49ers, sem er seinni leikurinn á laugardaginn. Í Ameríkudeildinni spila Tennessee Titans og Cincinnati Bengals á laugardaginn og það lið sem hefur betur mætir sigurvegaranum úr leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills sem er lokaleikur helgarinnar. Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild)
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira