Enski boltinn

Seldur eftir deilur við Benítez: „Stundum þarf bara einn utanaðkomandi til að skemma fallegt ástarsamband“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lucas Digne í treyju Aston Villa. Hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við félagið.
Lucas Digne í treyju Aston Villa. Hann skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við félagið. getty/Neville Williams

Aston Villa hefur keypt franska vinstri bakvörðinn Lucas Digne frá Everton. Talið er að kaupverðið nemi 25 milljónum punda.

Digne hefur ekkert leikið með Everton undanfarnar vikur eftir að hafa lent uppi á kant við Rafa Benítez, knattspyrnustjóra liðsins.

Í færslu á Instagram í gær kvaddi Digne stuðningsmenn Everton og sendi Benítez jafnframt tóninn.

„Allt tekur enda. Ég bjóst bara ekki við því að þetta myndi enda svona. Mér sárnaði mjög það sem gerðist og það sem var sagt um mig síðasta mánuðinn. Ég mun alltaf geyma ykkur í hjarta mér hvert sem ég fer,“ skrifaði Digne. „Stundum þarf bara einn utanaðkomandi til að skemma fallegt ástarsamband.“

Everton keypti Digne frá Barcelona sumarið 2018. Hann hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu undanfarin ár og var stundum fyrirliði þess.

Digne er annar leikmaðurinn sem Villa fær í janúarglugganum. Áður var Philippe Coutinho kominn á láni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.