Lífið

Simon Cowell fór á skeljarnar á Barbados

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Simon Cowell og Lauren Silverman.
Simon Cowell og Lauren Silverman. Getty/ Jeff Spicer

Simon Cowell trúlofaðist kærustunni sinni til margra ára, Lauren Silverman, í fjölskyldufríi á Barbados um jólin. Parið hittist í fyrsta skipti á eyjunni svo staðurinn á sérstakan stað í hjörtum þeirra.

Simon fór niður á hné á aðfangadag í rómantískri göngu á ströndinni og kom henni skemmtilega á óvart. Í fjölskyldufríinu voru einnig Adam, sextán ára sonum Lauren úr fyrra hjónabandi og Eric sem parið eignaðist saman árið 2014.

„Þau eru bæði rosalega hamingjusöm“

segir vinur parsins.  Vinurinn segir tíðindin hafa komið lítið á óvart hjá þeim sem þekkja til þar sem parið sé búin að vera lengi saman og sjái ekki sólina fyrir hvort öðru. Simon og Lauren hafa reynt að halda einkalífinu frá sviðsljósinu en eru dugleg að mæta á viðburði saman.

Fjölskyldan við athöfnina þar sem Simon fékk stjörnu á Hollywood Walk of Fame.Getty/ Axelle/Bauer-Griffin

Parið er búið að þekkjast síðan 2004 en þá var Lauren gift vini Simons, fasteignasalanum Andrew Silverman. Lauren og Andrew eiga saman soninn Adam. Það var svo árið 2013 sem sögusagnir fóru á kreik um að Lauren ætti von á barni með Simon og í kjölfarið fóru hún og Andrew í gegnum skilnað. Parið hefur verið óaðskiljanlegt síðan og virðist ástarsaga þeirra vera rétt að byrja.

Parið er ástfangið upp fyrir haus.Getty/ Jon KopaloffFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.