Innlent

Tafir á rann­sókn þar sem kalla hafi þurft eftir nýjum og fleiri upp­lýsingum

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í lok ágúst þar sem sagði að talið væri að andlát sjúklings á geðdeild Landspítala hafi borið að með saknæmum hætti.
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í lok ágúst þar sem sagði að talið væri að andlát sjúklings á geðdeild Landspítala hafi borið að með saknæmum hætti. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að rannsókn á andláti sem varð á geðdeild Landspítala í ágúst síðastliðinn þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að lögregla bíði enn eftir ýmsum gögnum sem óskað hafi verið eftir. Það hafi ef til vill dregið rannsóknina á langinn að kalla hafi þurft eftir nýjum og fleiri upplýsingum.

„Að því loknu munu gögnin vera metin og í framhaldinu send til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til frekari meðferðar. Ég get hins vegar ekki sagt til um hversu langan tíma tekur að fá þessi gögn afhent og meta þau,“ segir Margeir.

Lögregla sendi frá sér tilkynningu í lok ágúst að talið væri að andlát sjúklingsins hafi borið að með saknæmum hætti, en heimildir fréttastofu herma að sjúklingurinn, kona á sextugsaldri, hafi kafnað í matmálstíma.

Hjúkrunarfræðingurinn var látinn laus úr haldi lögreglu eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Lög­regla enn að rann­saka mál hjúkrunar­fræðingsins

Rannsókn lögreglu á máli hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild Landspítalans að bana miðar vel að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni.

Útiloka hvorki ásetning né gáleysi

Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×