Lífið

Kveður sólina og flytur til Manchester

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tanja Ýr heldur á vit ævintýranna í Manchester.
Tanja Ýr heldur á vit ævintýranna í Manchester. Skjáskot/Instagram

Athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir er að flytja til Manchester. Hún sagði frá því á Instagram að þar væri planið að koma hárlengingamerkinu Glamista hair í verslanir erlendis. 

Tanja Ýr hefur dvalið mikið í Miami síðustu mánuði þar sem meðeigandi vörumerkisins,  Kolbrún Elma Ragnarsdóttir, er búsett. Nú hefur Tanja þó kvatt sólina og heldur á vit nýrra ævintýra. 

Á Instagram svaraði Tanja Ýr spurningum fylgjenda sinna og þar kom fram að hún ætlar sér að fá búsetu í Manchester út frá einhvers konar frumkvöðlaatvinnuleyfi. Ef það gengur ekki ætlar hún að fá sér vinnu, þá líklega hjá eigin fyrirtæki. 

Skjáskot/Instagram

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.