„Þetta heppnaðist alveg hjá honum“ Eiður Þór Árnason skrifar 1. janúar 2022 09:01 Athæfið á eflaust eftir að gefa fleiri foreldrum og vinum einhverjar hugmyndir. samsett Mikla athygli vakti í vor þegar faðir nokkur brá á það óvenjulega ráð að auglýsa einhleypu börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi,“ sagði á áberandi skiltaborða sem stóð um tíma í miðbæ Akureyrar. Þá var sambærileg auglýsing birt á LED-skilti við eina fjölförnustu umferðargötu bæjarins. Þetta óvænta framtak Karls Brynjólfssonar kom systkinunum Eddu Mjöll Karlsdóttur og Kristófer Karlssyni mjög í opna skjöldu á sínum tíma en þau eru nú bæði komin í langtímasamband. Skiltið fræga sem stóð í Hafnarstræti á Akureyri.KATRÍN ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR „Við systkinin byrjuðum á föstu í október og nóvember svo þetta heppnaðist alveg hjá honum,“ segir Edda í samtali við Vísi og áréttar að pabbi sinn hafi gengið undir viðurnefninu HM-karlinn eftir að hún kom frægu myndbandi af honum í dreifingu árið 2017. Edda leitaði þó ekki langt þegar kom að því að velja kærastann. Fékkstu fleiri skilaboð eftir að pabbi þinn birti þessar auglýsingar? „Já, bara mjög mikið frá perrum en ég byrjaði á föstu með besta vini mínum.“ Líkt og Edda sagði í samtali við Vísi í mars eru þau feðgin miklir grínistar og því var hrekkurinn kannski ekki svo óvenjulegur. Í raun hafi pabbi hennar verið að hefna sín vegna birtingar áðurnefnds myndbands þar sem hann sést fagna árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á einstakan hátt. „Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl í samtali við Vísi þegar fyrst var greint frá málinu í mars. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba.“ Fyndið en hræðilegt Bæði Kristófer og Edda voru stödd í sólinni á Tenerife ásamt mökum sínum þegar fréttamaður náði af þeim tali. Kristófer segir að atvikið í mars sé enn ferskt í minni. „Ég var að keyra inn á Akureyri og þá var pabbi búinn að tala við nokkra vini mína og láta þá vita af þessu. Þegar ég stoppa á rauðu ljósi þá sé ég á horninu á auganu mínu óvenjulega auglýsingu og þar er ég og systir mín starandi á mig. Þetta var fyndið en hræðilegt.“ Sjálfur fékk Kristófer nokkur óvænt símtöl þetta kvöld en segir þau flest hafa verið frá misgáfulegum spéfuglum. Aðspurður um hvort hann þakki föður sínum fyrir að vera á föstu í dag segist Kristófer seint ætla viðurkenna það af ótta við að fá aldrei frið frá glaðhlakkandi HM-karlinum. „Nei það er ekki út af því, en hún hefur nú alveg örugglega séð þetta. Þetta hefur nú örugglega eitthvað hjálpað á einhvern hátt.“ Ástin og lífið Akureyri Tengdar fréttir Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03 Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
„Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi,“ sagði á áberandi skiltaborða sem stóð um tíma í miðbæ Akureyrar. Þá var sambærileg auglýsing birt á LED-skilti við eina fjölförnustu umferðargötu bæjarins. Þetta óvænta framtak Karls Brynjólfssonar kom systkinunum Eddu Mjöll Karlsdóttur og Kristófer Karlssyni mjög í opna skjöldu á sínum tíma en þau eru nú bæði komin í langtímasamband. Skiltið fræga sem stóð í Hafnarstræti á Akureyri.KATRÍN ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR „Við systkinin byrjuðum á föstu í október og nóvember svo þetta heppnaðist alveg hjá honum,“ segir Edda í samtali við Vísi og áréttar að pabbi sinn hafi gengið undir viðurnefninu HM-karlinn eftir að hún kom frægu myndbandi af honum í dreifingu árið 2017. Edda leitaði þó ekki langt þegar kom að því að velja kærastann. Fékkstu fleiri skilaboð eftir að pabbi þinn birti þessar auglýsingar? „Já, bara mjög mikið frá perrum en ég byrjaði á föstu með besta vini mínum.“ Líkt og Edda sagði í samtali við Vísi í mars eru þau feðgin miklir grínistar og því var hrekkurinn kannski ekki svo óvenjulegur. Í raun hafi pabbi hennar verið að hefna sín vegna birtingar áðurnefnds myndbands þar sem hann sést fagna árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á einstakan hátt. „Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl í samtali við Vísi þegar fyrst var greint frá málinu í mars. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba.“ Fyndið en hræðilegt Bæði Kristófer og Edda voru stödd í sólinni á Tenerife ásamt mökum sínum þegar fréttamaður náði af þeim tali. Kristófer segir að atvikið í mars sé enn ferskt í minni. „Ég var að keyra inn á Akureyri og þá var pabbi búinn að tala við nokkra vini mína og láta þá vita af þessu. Þegar ég stoppa á rauðu ljósi þá sé ég á horninu á auganu mínu óvenjulega auglýsingu og þar er ég og systir mín starandi á mig. Þetta var fyndið en hræðilegt.“ Sjálfur fékk Kristófer nokkur óvænt símtöl þetta kvöld en segir þau flest hafa verið frá misgáfulegum spéfuglum. Aðspurður um hvort hann þakki föður sínum fyrir að vera á föstu í dag segist Kristófer seint ætla viðurkenna það af ótta við að fá aldrei frið frá glaðhlakkandi HM-karlinum. „Nei það er ekki út af því, en hún hefur nú alveg örugglega séð þetta. Þetta hefur nú örugglega eitthvað hjálpað á einhvern hátt.“
Ástin og lífið Akureyri Tengdar fréttir Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03 Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03