Fótbolti

Risastór gullstytta af Ronaldo afhjúpuð í Indlandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Styttan af Cristiano Ronaldo í Goa á Indlandi í öllu sínu veldi.
Styttan af Cristiano Ronaldo í Goa á Indlandi í öllu sínu veldi.

Risavaxin gullstytta af portúgalska fótboltamanninum Cristiano Ronaldo var afhjúpuð í Goa á Indlandi á dögunum.

Styttan vegur rúmlega fjögur hundruð kíló og talið er að hún hafi kostað rúmlega tvær milljónir króna.

Að sögn ráðherra í Goa var styttan reist til að hvetja unga fótboltaiðkendur áfram og til að ná sem lengst.

Ekki eru þó allir sáttir með þessa framkvæmd og finnst skrítið að stytta af erlendum fótboltamanni en ekki indverskum hafi verið reist.

Þetta er ekki fyrsta styttan sem er reist af Ronaldo. Hún þykir þó öllu betur heppnuð en styttan af honum á flugvellinum í Madeira, heimaborg hans, sem hefur verið aðhlátursefni síðan hún var afhjúpuð fyrir fjórum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×