Sport

John Madden látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
John Madden var tölvuleiksins vinsæla, Madden NFL Football.
John Madden var tölvuleiksins vinsæla, Madden NFL Football. getty/Dimitrios Kambouris

John Madden, hinn goðsagnakenndi þjálfari og sjónvarpsmaður, er látinn, 85 ára að aldri.

Madden þjálfaði Oakland Raiders á árunum 1969-78. Undir hans stjórn vann liðið Ofurskálina í fyrsta sinn 1977. Madden er með bestan árangur allra þjálfara sem hafa stýrt liðum í meira en hundrað leikjum í NFL-deildinni.

Eftir að hann hætti sem þjálfari aðeins 42 ára fór Madden að starfa við lýsingar frá leikjum í NFL og varð afar farsæll á því sviði.

Þá er Madden þekktur fyrir að vera andlit eins vinsælasta tölvuleiks allra tíma, Madden NFL Football.

„Enginn elskaði amerískan fótbolta meira en hann,“ sagði Roger Goddell, forseti NFL, um Madden. 

„Það kemur aldrei annar John Madden og við stöndum í eilífri þakkarskuld við hann fyrir það sem hann gerði til að gera NFL að því sem það er í dag.“


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×