Fyrra metið var ekki gamalt þegar það féll, en í fyrradag greindust 443 með Covid hér á landi.
Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Almannavarnir sendu á fjölmiðla nú rétt í þessu. Af þeim sem greindust innanlands voru 152 í sóttkví, eða um 34 prósent.
Samkvæmt tölum Almannavarna eru nú 2.969 í einangrun og 3.812 í sóttkví.
Fjöldi tekinna sýna og önnur nánari tölfræði um framgang faraldursins verða næst uppfærð á mánudaginn og birtast á Covid.is, að því er fram kemur í skeyti Almannavarna.
Fréttin hefur verið uppfærð.