Lífið

Harry og Meg­han deila fyrstu myndinni af Lili­bet á jóla­korti

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hertogahjónin af Sussex óska öllum gleðilegra jóla. Hér má sjá þau ásamt börnum sínum Archie og Lilibet.
Hertogahjónin af Sussex óska öllum gleðilegra jóla. Hér má sjá þau ásamt börnum sínum Archie og Lilibet. Alexi Lubomirski

Harry Bretaprins og Meghan Markle birtu í morgun jólakort með mynd af fjölskyldunni og er það jafnframt fyrsta mynd sem þau birta af dóttur sinni Lilibet sem fæddist fyrr á þessu ári.

Jólakortið skartar fallegri fjölskyldumynd þar sem hertogahjónin af Sussex sjást halda á syni sínum Archie og dóttur sinni Lilibet.

Myndin er tekin af ljósmyndaranum Alexi Lubomirski á heimili fjölskyldunnar í Santa Barbara í sumar. En Lubomirski er einnig sá sem myndaði brúðkaup hertogahjónanna árið 2018.

Lilibet Diana fæddist þann 4. júní á þessu ári og hafa hjónin ekki birt neina mynd af henni þar til nú. Það má því ætla að fjölmargir hafi beðið í eftirvæntingu eftir þessari mynd.

„Á þessu ári, 2021, kom dóttir okkar Lilibet í heiminn. Archie gerði okkur að foreldrum en Lili gerði okkur að fjölskyldu,“ stendur á jólakortinu.

Þetta verða önnur jólin sem hertogahjónin halda í Kaliforníu eftir að þau fluttust búferlum til Bandaríkjanna á síðasta ári.

Hér má sjá jólakort fjölskyldunnar.Alexi Lubomirski

Tengdar fréttir

Harry og Meghan sögð ekki hafa borið nafngiftina undir drottninguna

Harry og Meghan, hertogahjónin af Sussex, báðu Elísabetu drottningu ekki um leyfi áður en þau ákváðu að nefna dóttur sína Lilibet, Lísbet upp á íslensku, en um er að ræða fjölskyldu-gælunafn drottningarinnar frá því hún var stúlka.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.