Lífið

„Á ekkert brjálæðislega mikið af dóti og vil frekar skarta því sem ég á“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sólrún er einstaklega skipulögð.
Sólrún er einstaklega skipulögð.

Áhrifavaldurinn og háskólaneminn Sólrún Diego hefur alveg slegið í gegn með bókum sínum og bloggi þar sem hún lýsir því hvernig skipuleggja á heimilið og hvernig best er að þrífa heima fyrir.

Sólrún býr í fallegu einbýlishúsi í Mosfellsbænum og Vala Matt fór og skoðaði skipulagið á fallega heimilinu hennar í Íslandi í dag á Stöð 2.

Allt á sínum stað en ekkert stress segir Sólrún og þar kom ýmislegt skemmtilegt í ljós. Sólrún á erfitt með að hafa óreiðu í kringum sig eins og hún segir sjálf í bókum sínum.

„Ég elska ekki að taka til og þrífa og er meira fyrir tilfinninguna eftir á. Koma heima og þurfa ekki að spá í þessum hlutum, það er það sem ég fæ út úr þessu,“ segir Sólrún Diego sem fór vel í gegnum það með Völu Matt hvernig hún skipuleggur heimilið sitt.

„Ég er með minimalískan lífsstíl og vill ekki fylla heimilið af dóti. Það getur verið erfitt að gefa með blómavasa því ég vil ekki fylla skápana af dóti. Ég á ekkert brjálæðislega mikið af dóti og vil frekar skarta því sem ég á. Og annað er í lokuðum skápum en til að skipuleggja sig vel er gott að vera með gott skáparými og þá get ég skipulagt skápana betur.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Sólrún fer vel yfir skipulag heimilisins.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.