Chelsea sótti um að leik liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi yrði frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða félagsins, en þeirri beiðni var hafnað.
Alls voru sjö leikmenn Chelsea fjarverandi í markalausu jafntefli liðsins gegn Wolves um helgina, en þeir munu þó geta endurheimt miðjumanninn Jorginho fyrir leikinn á morgun.
Leikur Chelsea gegn Brentford á morgun er sá fyrsti í fjögurra leikja hrinu á tólf dögum, en Tuchel segist vera leiður yfir því að geta ekki keppt á hæsta getustigi.
Chelsea er í harðri toppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og situr þar í þriðja sæti. Liðið hefur þó gefið aðeins eftir að undanförnu og Tuchel segir að hann gæti ekki átt engra kosta völ nema að kalla til yngri og óreyndari leikmenn í leikinn gegn Brentford.
„Þeir æfðu með okkur í gær og í dag,“ sagði Tuchel. Við báðum þá um að vera með á tveimur æfingum af því að okkur þótti það nauðsynlegt.“
„Við verðum að vernda leikmennina okkar. Þess vegna kölluðum við í strákana úr akademíunni og við erum að hugsa um það að láta þá spila.“
„Það gæti gerst á morgun að við setjum heilsuna í fyrsta sæti - en ekki á móti Aston Villa á öðrum degi jóla - og tökum engar áhættur með leikmennina okkar,“ sagði Tuchel að lokum.