„Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. desember 2021 11:30 Jón Sæmundur Auðarson rekur DEAD Gallery/Studio á Laugavegi 29b Vísir/Vilhelm Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. Í okkar samtíma er listin ekki bundin við eitthvað afmarkað form heldur getur hún birst okkur á ýmsa vegu með fjölbreyttum aðferðum. Þættirnir KÚNST rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar og sköpunargleði hjá íslenskum listamönnum ásamt því að fá að skyggnast á bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Hér má sjá fyrsta þáttinn en næsti þáttur kemur út í janúar: Klippa: KÚNST - Jón Sæmundur Í þessum fyrsta þætti heimsækjum við Jón Sæmund Auðarson sem er gjarnan þekktur sem Nonni í DEAD galleríi. Jón Sæmundur hefur haft áhrif á íslensku list senuna í áratugi með málverkum, bolum og plötuumslögum svo eitthvað sé nefnt. Hann takmarkar sig ekki við strigann þar sem stúdíóið hans er þakið hinum ýmsu listaverkum sem máluð eru til dæmis á hljóðfæri, veggi, flíkur og dauð dýr. View this post on Instagram A post shared by Ó SÆ (@jonsaemundur) Dauða gallerí þar sem allt er lifandi Jón Sæmundur stendur fyrir svokallaðri Jóla Jónsmessu í galleríinu sínu nú í desember þar sem hann sýnir bæði ný og eldri verk í bland. Þrátt fyrir að galleríið heiti Dauða galleríið er rýmið stútfullt af lífi og litagleði. „Fyrir mér verður listin að vera lifandi, það verður að vera einhvers konar andi í verkinu,“ segir Jón Sæmundur og bætir við: „Ég læt verkin helst ekki frá mér nema að það sé kominn andi í það, það sé líf í því.“ Þess vegna líka heitir galleríið dauða galleríið, þessi andstæða við lífið. En svo kemurðu inn og þá er allt svo lifandi. Ég hef alltaf haft gaman að svona þversögnum. Fangar andana í andartakinu Fyrir Jóni Sæmundi er listsköpunin andleg iðkun sem kemur fram hjá honum í einhverju flæði. Þegar hann málar er hann ekki með neinar afmarkaðar fyrir fram gefnar hugmyndir um verkið sem slíkt en vinnur þó út frá einhverjum útgangs punktum eins og hauskúpunni eða einhverjum verum. „Svo bara flæðir þetta fram. Ég fanga bara andana í andartakinu og þeir birtast hver af öðrum en enginn eins.“ Náttúruöflin toga líka til hans og hefur eldgosið haft áhrif á hann sem og stormasamir vindar listarinnar, Það mætti segja að þetta sé svona speglun á mínum hugarheimi og mínum innri talandi rafmagnaða helli. Verndartákn heimilisins Listaverk getur verið hlaðið ýmsum táknum og hefur Jón Sæmundur undanfarið verið að vinna að ákveðnu verndarverki fyrir heimili. Hann kallar þau verk Handartak en nafninu svipar til andartaks. Handartaks verkin innihalda ævafornt tákn sem er stundum kallað hamsa höndin eða hönd Fatímu. View this post on Instagram A post shared by Ó SÆ (@jonsaemundur) „Þetta er svona verndartákn. Það er mjög gott ef maður er með þetta heima hjá sér að hengja það upp þannig að þegar gesti ber að garði sé þetta það fyrsta sem þeir sjá.“ Handartaks verkin eru gerð í nokkrum prentum en Jón ætlar sér að gera fleiri þar sem hvert og eitt verk verður einstakt. Ævintýrið með Of Monsters and Men Jón Sæmundur hefur unnið í samstarfi við alls konar listafólk úr ólíkum listmiðlum og þar á meðal verið tengdur inn í tónlistarheiminn. Hann vann að plötuumslagi fyrir íslensku hljómsveitina Of Monsters and Men sem hefur verið að gera góða hluti á alþjóðlegum vettvangi. Jón Sæmundur ásamt Ragnari Þórhallssyni söngvara Of Monsters And Men og Davíði Arnari Baldurssyni grafískum hönnuði. Saman unnu þeir að plötuumslögum fyrir Fever Dream. Vísir/Vilhelm „Það var mjög gaman að vinna með krökkunum í Monsters, þá bjó ég til fimm stór verk og það tók nú alveg árið,“ segir Jón Sæmundur um plötuumslag fyrir plötuna Fever Dream sem hljómsveitin gaf út árið 2019. Þetta samstarfs verkefni hlaut aðalverðlaun FÍT, íslenskra teiknara, árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Ó SÆ (@jonsaemundur) Jón Sæmundur segist opinn fyrir öllu og hefur einnig verið að vinna með tónlistarfólki erlendis sem og plötufyrirtækjum. „Þannig að verkin mín fara víða á þessu formati, á vínylnum og mér finnst það skemmtilegt þetta format og skemmtileg stærð líka. Þetta er mikið sýnilegra en verk sem einhver kaupir og setur upp á vegg og er með lokað inni heima hjá sér. Eins og bolirnir sem ég hef hannað gera líka, þannig að fleiri fá að njóta listarinnar.“ Málað á dauð dýr og ýmsa hluti Aðspurður hvort listsköpunin sé bundinn við strigann segir Jón Sæmundur að það hafi aldrei verið svoleiðis hjá sér. Hann hefur gaman að ólíkum listmiðlum og spilar á myndskreyttan gítar í stúdíóinu þar sem tónlist og myndlist sameinast í eitt. View this post on Instagram A post shared by Ó SÆ (@jonsaemundur) „Eg hef alltaf verið í alls kyns tilraunastarfsemi, málað á dauð dýr og hluti og uppstoppaða hrafna og kisu líka,“ segir hann og bendir á uppstoppaðan kött uppi á vegg sem sjá má í myndbandinu. Mæðraveldi og föðurleg ímynd í Jesú Kristi Ímynd Jesú Krists hefur fylgt Jóni Sæmundi frá ungum aldri og á hann gríðarlegt safn af slíkum myndum. „Ég safna gömlum Jesú myndum og gömlum prentum og svona. Ég nefnilega ólst ekki upp með föður á heimilinu og þetta var bara svona mæðraveldi, konur og ömmur og frænkur og þá fann ég svona föðurlega ímynd í Jesú. Ég kunni náttúrulega allar bænirnar og alinn upp í barnatrú og þegar að ég flutti að heiman þá byrjaði ég að safna þessum myndum sjálfur.“ View this post on Instagram A post shared by Ó SÆ (@jonsaemundur) Samkvæmt Jóni er næstum ómögulegt fyrir hann að hætta að safna Jesú myndunum. „Þetta er bara orðin einhver árátta og ég bara get ekki hætt að safna þessu og á bara rosalega mikið af þessu. Ef þið eigið einhverja Jesú mynd sem þið viljið losna við eða vantar að setja á nýtt heimili þá bara endilega kíkið á mig og ég skal taka við henni,“ segir Jón Sæmundur að lokum. Ef þið viljið koma á hann Jesú myndum þá hvet ég ykkur til að kíkja við í Dauðagalleríið á Laugavegi 29b og fá í leiðinni að skyggnast inn í lifandi ævintýraheim andanna. Viðtalsþáttinn má finna í heild sinni ofarlega í þessum pistli. Menning Myndlist Kúnst Tengdar fréttir Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15 „Hver plata stendur ein og sér sem lítið meistaraverk“ Aðalverðlaun FÍT, Félag íslenskra teiknara, í ár hljóta Davíð Arnar Baldursson, Jón Sæmundur Auðarson og Ragnar Þórhallsson fyrir plötuumslög Fever Dream sem gefin var út af hljómsveitinni Of Monsters and Men. 29. maí 2020 09:00 Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31 Mest lesið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Í okkar samtíma er listin ekki bundin við eitthvað afmarkað form heldur getur hún birst okkur á ýmsa vegu með fjölbreyttum aðferðum. Þættirnir KÚNST rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar og sköpunargleði hjá íslenskum listamönnum ásamt því að fá að skyggnast á bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Hér má sjá fyrsta þáttinn en næsti þáttur kemur út í janúar: Klippa: KÚNST - Jón Sæmundur Í þessum fyrsta þætti heimsækjum við Jón Sæmund Auðarson sem er gjarnan þekktur sem Nonni í DEAD galleríi. Jón Sæmundur hefur haft áhrif á íslensku list senuna í áratugi með málverkum, bolum og plötuumslögum svo eitthvað sé nefnt. Hann takmarkar sig ekki við strigann þar sem stúdíóið hans er þakið hinum ýmsu listaverkum sem máluð eru til dæmis á hljóðfæri, veggi, flíkur og dauð dýr. View this post on Instagram A post shared by Ó SÆ (@jonsaemundur) Dauða gallerí þar sem allt er lifandi Jón Sæmundur stendur fyrir svokallaðri Jóla Jónsmessu í galleríinu sínu nú í desember þar sem hann sýnir bæði ný og eldri verk í bland. Þrátt fyrir að galleríið heiti Dauða galleríið er rýmið stútfullt af lífi og litagleði. „Fyrir mér verður listin að vera lifandi, það verður að vera einhvers konar andi í verkinu,“ segir Jón Sæmundur og bætir við: „Ég læt verkin helst ekki frá mér nema að það sé kominn andi í það, það sé líf í því.“ Þess vegna líka heitir galleríið dauða galleríið, þessi andstæða við lífið. En svo kemurðu inn og þá er allt svo lifandi. Ég hef alltaf haft gaman að svona þversögnum. Fangar andana í andartakinu Fyrir Jóni Sæmundi er listsköpunin andleg iðkun sem kemur fram hjá honum í einhverju flæði. Þegar hann málar er hann ekki með neinar afmarkaðar fyrir fram gefnar hugmyndir um verkið sem slíkt en vinnur þó út frá einhverjum útgangs punktum eins og hauskúpunni eða einhverjum verum. „Svo bara flæðir þetta fram. Ég fanga bara andana í andartakinu og þeir birtast hver af öðrum en enginn eins.“ Náttúruöflin toga líka til hans og hefur eldgosið haft áhrif á hann sem og stormasamir vindar listarinnar, Það mætti segja að þetta sé svona speglun á mínum hugarheimi og mínum innri talandi rafmagnaða helli. Verndartákn heimilisins Listaverk getur verið hlaðið ýmsum táknum og hefur Jón Sæmundur undanfarið verið að vinna að ákveðnu verndarverki fyrir heimili. Hann kallar þau verk Handartak en nafninu svipar til andartaks. Handartaks verkin innihalda ævafornt tákn sem er stundum kallað hamsa höndin eða hönd Fatímu. View this post on Instagram A post shared by Ó SÆ (@jonsaemundur) „Þetta er svona verndartákn. Það er mjög gott ef maður er með þetta heima hjá sér að hengja það upp þannig að þegar gesti ber að garði sé þetta það fyrsta sem þeir sjá.“ Handartaks verkin eru gerð í nokkrum prentum en Jón ætlar sér að gera fleiri þar sem hvert og eitt verk verður einstakt. Ævintýrið með Of Monsters and Men Jón Sæmundur hefur unnið í samstarfi við alls konar listafólk úr ólíkum listmiðlum og þar á meðal verið tengdur inn í tónlistarheiminn. Hann vann að plötuumslagi fyrir íslensku hljómsveitina Of Monsters and Men sem hefur verið að gera góða hluti á alþjóðlegum vettvangi. Jón Sæmundur ásamt Ragnari Þórhallssyni söngvara Of Monsters And Men og Davíði Arnari Baldurssyni grafískum hönnuði. Saman unnu þeir að plötuumslögum fyrir Fever Dream. Vísir/Vilhelm „Það var mjög gaman að vinna með krökkunum í Monsters, þá bjó ég til fimm stór verk og það tók nú alveg árið,“ segir Jón Sæmundur um plötuumslag fyrir plötuna Fever Dream sem hljómsveitin gaf út árið 2019. Þetta samstarfs verkefni hlaut aðalverðlaun FÍT, íslenskra teiknara, árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Ó SÆ (@jonsaemundur) Jón Sæmundur segist opinn fyrir öllu og hefur einnig verið að vinna með tónlistarfólki erlendis sem og plötufyrirtækjum. „Þannig að verkin mín fara víða á þessu formati, á vínylnum og mér finnst það skemmtilegt þetta format og skemmtileg stærð líka. Þetta er mikið sýnilegra en verk sem einhver kaupir og setur upp á vegg og er með lokað inni heima hjá sér. Eins og bolirnir sem ég hef hannað gera líka, þannig að fleiri fá að njóta listarinnar.“ Málað á dauð dýr og ýmsa hluti Aðspurður hvort listsköpunin sé bundinn við strigann segir Jón Sæmundur að það hafi aldrei verið svoleiðis hjá sér. Hann hefur gaman að ólíkum listmiðlum og spilar á myndskreyttan gítar í stúdíóinu þar sem tónlist og myndlist sameinast í eitt. View this post on Instagram A post shared by Ó SÆ (@jonsaemundur) „Eg hef alltaf verið í alls kyns tilraunastarfsemi, málað á dauð dýr og hluti og uppstoppaða hrafna og kisu líka,“ segir hann og bendir á uppstoppaðan kött uppi á vegg sem sjá má í myndbandinu. Mæðraveldi og föðurleg ímynd í Jesú Kristi Ímynd Jesú Krists hefur fylgt Jóni Sæmundi frá ungum aldri og á hann gríðarlegt safn af slíkum myndum. „Ég safna gömlum Jesú myndum og gömlum prentum og svona. Ég nefnilega ólst ekki upp með föður á heimilinu og þetta var bara svona mæðraveldi, konur og ömmur og frænkur og þá fann ég svona föðurlega ímynd í Jesú. Ég kunni náttúrulega allar bænirnar og alinn upp í barnatrú og þegar að ég flutti að heiman þá byrjaði ég að safna þessum myndum sjálfur.“ View this post on Instagram A post shared by Ó SÆ (@jonsaemundur) Samkvæmt Jóni er næstum ómögulegt fyrir hann að hætta að safna Jesú myndunum. „Þetta er bara orðin einhver árátta og ég bara get ekki hætt að safna þessu og á bara rosalega mikið af þessu. Ef þið eigið einhverja Jesú mynd sem þið viljið losna við eða vantar að setja á nýtt heimili þá bara endilega kíkið á mig og ég skal taka við henni,“ segir Jón Sæmundur að lokum. Ef þið viljið koma á hann Jesú myndum þá hvet ég ykkur til að kíkja við í Dauðagalleríið á Laugavegi 29b og fá í leiðinni að skyggnast inn í lifandi ævintýraheim andanna. Viðtalsþáttinn má finna í heild sinni ofarlega í þessum pistli.
Menning Myndlist Kúnst Tengdar fréttir Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15 „Hver plata stendur ein og sér sem lítið meistaraverk“ Aðalverðlaun FÍT, Félag íslenskra teiknara, í ár hljóta Davíð Arnar Baldursson, Jón Sæmundur Auðarson og Ragnar Þórhallsson fyrir plötuumslög Fever Dream sem gefin var út af hljómsveitinni Of Monsters and Men. 29. maí 2020 09:00 Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31 Mest lesið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15
„Hver plata stendur ein og sér sem lítið meistaraverk“ Aðalverðlaun FÍT, Félag íslenskra teiknara, í ár hljóta Davíð Arnar Baldursson, Jón Sæmundur Auðarson og Ragnar Þórhallsson fyrir plötuumslög Fever Dream sem gefin var út af hljómsveitinni Of Monsters and Men. 29. maí 2020 09:00
Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31