Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. desember 2021 21:23 Magnús Karl Magnússon prófessor segir að börnin eigi að vera upplýst um áhættuna af bólusetningum og taka þátt í ákvörðuninni um hvort þau láti bólusetja sig. Háskóli Íslands Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. Þar ávarpar hann foreldra beint í tilefni af mótmælum þeirra sem efast um gildi bólusetninga sem fóru fram í dag undir yfirskriftinni „Friðarganga“. Sá hópur vill gjarnan tala um fyrirhugaðar bólusetningar barna hér á landi gegn Covid-19 sem „tilraunir á börnum“. „Erum við að gera tilraun á börnunum okkar núna með bólusetningu?“ spyr Magnús Karl sig og bendir á að svo sé í raun ekki. Þær tilraunir hafi þegar verið gerðar og niðurstöður úr þeim liggi fyrir. Erum svo heppin að tilraunirnar liggja fyrir „Það er svo sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum en þegar þær eru gerðar þarf að gæta sérstakrar varúðar. Slíkar tilraunir þarf að gera til að tryggja börnum nýjar meðferðir og ný bóluefni til að fyrirbyggja sjúkdóma. En nú erum við svo heppin að þessar tilraunir liggja fyrir. Þær eru afdráttarlausar,“ skrifar Magnús Karl. „Bóluefnin sem nú standa okkur til boða veita mikla vörn og hafa mjög fáar aukaverkanir. Þær stofnanir sem gæta hagsmuna barna gangvart nýjum lyfjum hafa metið þessar rannsóknir. Þær hafa allar komist afdráttarlaust að sömu niðurstöðu. Hættan af bóluefnunum er mun minni en sú hætta sem fylgir því að barnið fái ekki bóluefni og eigi á hættu að fá sýkingu með fylgikvillum. “ Hann segir að auðvitað fylgi því mikil ábyrgð að taka ákvarðanir með og fyrir börn sín, öryggi þeirra skipti foreldra meiru en allt annað. Foreldrar verði að vega og meta kosti og galla bólusetningar og velja það sem þeir telji að sé börnum sínum fyrir bestu. Þetta eigi að ræða við börnin og foreldrar ættu að leyfa þeim að taka þátt í ákvörðuninni. Mikið sé vitað um hvernig bóluefni virki á mannslíkamann og að hættan á aukaverkunum af völdum bólusetningar sé margfalt minni en sú sem fylgir því að barn fái ekki bóluefni og eigi á hættu að fá sýkingu með fylgikvillum. „Ástæða þess að við tökum þessa örlitlu áhættu gagnvart þeim sem okkur þykir vænst um er sú að bólusetning er notuð sem vörn gegn sýkingu sem geta valdið umtalsvert meiri skaða fyrir börnin okkar,“ skrifar Magnús Karl. Rétta svarið Hann kemur svo með uppástungu að svari sem foreldrar ættu að gefa bólusetningarandstæðingum þegar þeir spyrji hvort foreldrarnir vilji gera tilraun á börnum sínum: „Þá er rétt að þið svarið þeim með eftirfarandi hætti: Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi. Við skulum ekki láta niðurstöður úr þessum tilraunum sem vind um eyru þjóta. Kynnum okkur niðurstöðurnar. Verum ábyrgðarfull gagnvart börnum okkar og veljum það sem börnunum er fyrir bestu. Hlustið á þá sem þið treystið. Treystið þið betur læknum, hjúkrunarfræðingum, og vísindamönnum sem hafa lagt sig fram um að tryggja velferð barnanna ykkar eða treystið þið einhverjum sem hafa lesið sér til á misgóðum vefsíðum veraldarvefsins?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Með húmorinn að vopni við mótmæli gegn bólusetningum barna Andstæðingar bólusetninga og aðgerða stjórnvalda gegn heimsfaraldrinum virðast hafa þróað með sér örlítinn húmor og smekk fyrir orðaleikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælum gegn bólusetningum barna í dag og voru slagorð mótmælenda mörg í frumlegri kantinum. 18. desember 2021 17:51 Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Þar ávarpar hann foreldra beint í tilefni af mótmælum þeirra sem efast um gildi bólusetninga sem fóru fram í dag undir yfirskriftinni „Friðarganga“. Sá hópur vill gjarnan tala um fyrirhugaðar bólusetningar barna hér á landi gegn Covid-19 sem „tilraunir á börnum“. „Erum við að gera tilraun á börnunum okkar núna með bólusetningu?“ spyr Magnús Karl sig og bendir á að svo sé í raun ekki. Þær tilraunir hafi þegar verið gerðar og niðurstöður úr þeim liggi fyrir. Erum svo heppin að tilraunirnar liggja fyrir „Það er svo sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum en þegar þær eru gerðar þarf að gæta sérstakrar varúðar. Slíkar tilraunir þarf að gera til að tryggja börnum nýjar meðferðir og ný bóluefni til að fyrirbyggja sjúkdóma. En nú erum við svo heppin að þessar tilraunir liggja fyrir. Þær eru afdráttarlausar,“ skrifar Magnús Karl. „Bóluefnin sem nú standa okkur til boða veita mikla vörn og hafa mjög fáar aukaverkanir. Þær stofnanir sem gæta hagsmuna barna gangvart nýjum lyfjum hafa metið þessar rannsóknir. Þær hafa allar komist afdráttarlaust að sömu niðurstöðu. Hættan af bóluefnunum er mun minni en sú hætta sem fylgir því að barnið fái ekki bóluefni og eigi á hættu að fá sýkingu með fylgikvillum. “ Hann segir að auðvitað fylgi því mikil ábyrgð að taka ákvarðanir með og fyrir börn sín, öryggi þeirra skipti foreldra meiru en allt annað. Foreldrar verði að vega og meta kosti og galla bólusetningar og velja það sem þeir telji að sé börnum sínum fyrir bestu. Þetta eigi að ræða við börnin og foreldrar ættu að leyfa þeim að taka þátt í ákvörðuninni. Mikið sé vitað um hvernig bóluefni virki á mannslíkamann og að hættan á aukaverkunum af völdum bólusetningar sé margfalt minni en sú sem fylgir því að barn fái ekki bóluefni og eigi á hættu að fá sýkingu með fylgikvillum. „Ástæða þess að við tökum þessa örlitlu áhættu gagnvart þeim sem okkur þykir vænst um er sú að bólusetning er notuð sem vörn gegn sýkingu sem geta valdið umtalsvert meiri skaða fyrir börnin okkar,“ skrifar Magnús Karl. Rétta svarið Hann kemur svo með uppástungu að svari sem foreldrar ættu að gefa bólusetningarandstæðingum þegar þeir spyrji hvort foreldrarnir vilji gera tilraun á börnum sínum: „Þá er rétt að þið svarið þeim með eftirfarandi hætti: Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi. Við skulum ekki láta niðurstöður úr þessum tilraunum sem vind um eyru þjóta. Kynnum okkur niðurstöðurnar. Verum ábyrgðarfull gagnvart börnum okkar og veljum það sem börnunum er fyrir bestu. Hlustið á þá sem þið treystið. Treystið þið betur læknum, hjúkrunarfræðingum, og vísindamönnum sem hafa lagt sig fram um að tryggja velferð barnanna ykkar eða treystið þið einhverjum sem hafa lesið sér til á misgóðum vefsíðum veraldarvefsins?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Með húmorinn að vopni við mótmæli gegn bólusetningum barna Andstæðingar bólusetninga og aðgerða stjórnvalda gegn heimsfaraldrinum virðast hafa þróað með sér örlítinn húmor og smekk fyrir orðaleikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælum gegn bólusetningum barna í dag og voru slagorð mótmælenda mörg í frumlegri kantinum. 18. desember 2021 17:51 Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Með húmorinn að vopni við mótmæli gegn bólusetningum barna Andstæðingar bólusetninga og aðgerða stjórnvalda gegn heimsfaraldrinum virðast hafa þróað með sér örlítinn húmor og smekk fyrir orðaleikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælum gegn bólusetningum barna í dag og voru slagorð mótmælenda mörg í frumlegri kantinum. 18. desember 2021 17:51
Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00
Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels