Munu krefjast þess að plastið fari í réttan farveg Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. desember 2021 13:30 Stundin birti í morgun myndir úr vöruhúsi í Suður-Svíþjóð þar sem finna má gríðarlegt magn plasts, þar á meðal frá Íslandi. Stundin Úrvinnslusjóður mun fara fram á það við sænska fyrirtækið Swerec að íslenskt plast sem Stundin greinir frá að hafi legið óhreyft undanfarin ár í vöruskemmu verði sett í réttan farveg. Stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir íslenska endurvinnsluaðila hafi staðið í þeirri trú að um áreiðanlegt fyrirtæki væri að ræða en þvertekur fyrir það að ábyrgðin liggi hjá Úrvinnslusjóði. Stundin birti í dag myndir og myndbönd af íslensku plasti sem finna má í vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð. Stundin greindi upprunalega frá málinu í fyrra en þar kom fram endurvinnsluhlutfall sænska fyrirtækisins Swerec, sem íslenskir endurvinnsluaðilar skiptu þá við, væri mun minna en um var samið. Guðlaugur Þór Þórsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti því kerfi sem byggt hefur verið upp þegar kemur að endurvinnslu hér á landi og því hafi ráðuneytið haft samband við stjórn Úrvinnslusjóðs um leið og málið kom upp. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst.“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Guðlaug Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Magnús Jóhannesson, stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs, segir ljóst að rekja megi plastúrganginn sem um ræðir til ársins 2016 þegar íslensk fyrirtæki skiptu við Swerec og sendu út plast. „Okkar viðbrögð við því að sjá að þarna sé enn þá íslenskt plast óunnið, eins og gert var ráð fyrir að yrði gert, er að stjórnin mun eftir helgi ganga frá bréfi til Swerec og krefjast þess að þau taki það íslenska plast sem þarna er og komi því í þann farveg sem um var samið á þeim tíma,“ segir Magnús. Hann bendir á að íslensk fyrirtæki hafi staðið í þeirri trú að um væri að ræða áreiðanlegt fyrirtæki og vísar til þess að systurstofnanir Úrvinnslusjóðs í Noregi og Svíþjóð hafi einnig skipt við fyrirtækið. Swerec hafði þó selt hluta íslenska plastsins til annars fyrirtækis á sínum tíma sem hafi síðar farið á hausinn og því hafi plastið legið óhreyft í umræddri vöruskemmu. „Engu að síður teljum við í stjórninni að þeim beri að ganga í þetta verk og að minnsta kosti taka þann hluta af íslenska úrganginum sem er í þessari skemmu, að endurvinna hann og koma honum í þann farveg sem að um var samið,“ segir Magnús. Magnús segir að Úrvinnslusjóður hafi talið að málið hafi verið leyst á sínum tíma. „Það var greinilega ekki og þess vegna munum við bregðast við með þessum hætti,“ segir Magnús en hann hafnar því að Úrvinnslusjóður beri ábyrgð. „Auðvitað er þetta ekki á ábyrgð Úrvinnslusjóðs, samskiptin þarna eru við erlent fyrirtæki sem tekur að sér að safna úrganginum og koma honum í vinnslu. Ábyrgðin í þessu máli er hjá Swerec, hinu sænska fyrirtæki, og við ætlum að ganga eftir því að þeir framfylgi þeirri ábyrgð,“ segir Magnús. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar mátti túlka ummæli ráðherra sem svo að hann teldi ábyrgðina í þessu tiltekna máli liggja hjá Úrvinnslusjóði. Það er ekki rétt en ráðherra var að v ísa til þess að úrvinnslusjóður beri ábyrð á kerfinu í heild sinni en verið væri að skoða þetta tiltelkna mál. Umhverfismál Svíþjóð Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir íslenska endurvinnsluaðila hafi staðið í þeirri trú að um áreiðanlegt fyrirtæki væri að ræða en þvertekur fyrir það að ábyrgðin liggi hjá Úrvinnslusjóði. Stundin birti í dag myndir og myndbönd af íslensku plasti sem finna má í vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð. Stundin greindi upprunalega frá málinu í fyrra en þar kom fram endurvinnsluhlutfall sænska fyrirtækisins Swerec, sem íslenskir endurvinnsluaðilar skiptu þá við, væri mun minna en um var samið. Guðlaugur Þór Þórsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti því kerfi sem byggt hefur verið upp þegar kemur að endurvinnslu hér á landi og því hafi ráðuneytið haft samband við stjórn Úrvinnslusjóðs um leið og málið kom upp. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst.“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Guðlaug Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Magnús Jóhannesson, stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs, segir ljóst að rekja megi plastúrganginn sem um ræðir til ársins 2016 þegar íslensk fyrirtæki skiptu við Swerec og sendu út plast. „Okkar viðbrögð við því að sjá að þarna sé enn þá íslenskt plast óunnið, eins og gert var ráð fyrir að yrði gert, er að stjórnin mun eftir helgi ganga frá bréfi til Swerec og krefjast þess að þau taki það íslenska plast sem þarna er og komi því í þann farveg sem um var samið á þeim tíma,“ segir Magnús. Hann bendir á að íslensk fyrirtæki hafi staðið í þeirri trú að um væri að ræða áreiðanlegt fyrirtæki og vísar til þess að systurstofnanir Úrvinnslusjóðs í Noregi og Svíþjóð hafi einnig skipt við fyrirtækið. Swerec hafði þó selt hluta íslenska plastsins til annars fyrirtækis á sínum tíma sem hafi síðar farið á hausinn og því hafi plastið legið óhreyft í umræddri vöruskemmu. „Engu að síður teljum við í stjórninni að þeim beri að ganga í þetta verk og að minnsta kosti taka þann hluta af íslenska úrganginum sem er í þessari skemmu, að endurvinna hann og koma honum í þann farveg sem að um var samið,“ segir Magnús. Magnús segir að Úrvinnslusjóður hafi talið að málið hafi verið leyst á sínum tíma. „Það var greinilega ekki og þess vegna munum við bregðast við með þessum hætti,“ segir Magnús en hann hafnar því að Úrvinnslusjóður beri ábyrgð. „Auðvitað er þetta ekki á ábyrgð Úrvinnslusjóðs, samskiptin þarna eru við erlent fyrirtæki sem tekur að sér að safna úrganginum og koma honum í vinnslu. Ábyrgðin í þessu máli er hjá Swerec, hinu sænska fyrirtæki, og við ætlum að ganga eftir því að þeir framfylgi þeirri ábyrgð,“ segir Magnús. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar mátti túlka ummæli ráðherra sem svo að hann teldi ábyrgðina í þessu tiltekna máli liggja hjá Úrvinnslusjóði. Það er ekki rétt en ráðherra var að v ísa til þess að úrvinnslusjóður beri ábyrð á kerfinu í heild sinni en verið væri að skoða þetta tiltelkna mál.
Umhverfismál Svíþjóð Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira