Rólegra veður í kortunum eftir „heiðarlegan“ storm gærdagsins Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2021 07:09 Hiti um og yfir frostmarki. Vísir/Vilhelm Mun rólegra veður er í kortunum í dag eftir „heiðarlegan“ storm gærdagsins. Er útlit fyrir breytilega átt í dag, yfirleitt á bilinu fimm til tíu metra á sekúndu. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að væntanlega muni flestir landshlutar fá skammt af úrkomu áður en dagurinn sé á enda. Hiti um og yfir frostmarki. Yfirlit: Vetrarfærð er víðast hvar á landinu og flughált er á nokkrum leiðum. Færðarkort Vegagerðarinnar má sjá hér: #færðin https://t.co/On4TGJQx5K— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 6, 2021 „Hitinn mjakast niðurávið og því verður úrkoman ýmist rigning eða snjókoma. Á morgun verður lítil lægð á ferðinni úti fyrir norðurströndinni. Á norðanverðu landinu má þá búast við vestan kalda eða strekkingi og snjókomu með köflum. Sunnantil er útlit fyrir hægari suðlæga átt og stöku él. Frost 0 til 5 stig. Um og uppúr miðri viku virðist eiga að vera tiltölulega rólegt veður áfram, það er allavega ekki stormur í kortunum eins og þau líta út núna þegar þetta er skrifað.“ Spákortið fyrir klukkan 15. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Vestlæg átt 5-13 m/s á norðanverðu landinu og snjókoma með köflum. Suðaustan 3-8 á Suður- og Vesturlandi og stöku él. Frost 0 til 6 stig. Á miðvikudag: Suðlæg átt 3-10 og léttskýjað, en stöku él með vesturströndinni. Bætir heldur í vind um kvöldið og fer að snjóa austast á landinu. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á fimmtudag: Suðaustan 5-13 og rigning eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið norðanlands. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil él. Frost 0 til 6 stig. Á laugardag: Hvöss austlæg átt með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig. Á sunnudag: Breytileg átt, rigning eða slydda með köflum og svipaður hiti áfram. Veður Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað Það versta yfirstaðið en veður áfram leiðinlegt á morgun Vaktin: Ekta sumarhret leikur landann grátt Skriðuhætta geti skapast á ólíklegum stöðum Sjá meira
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að væntanlega muni flestir landshlutar fá skammt af úrkomu áður en dagurinn sé á enda. Hiti um og yfir frostmarki. Yfirlit: Vetrarfærð er víðast hvar á landinu og flughált er á nokkrum leiðum. Færðarkort Vegagerðarinnar má sjá hér: #færðin https://t.co/On4TGJQx5K— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 6, 2021 „Hitinn mjakast niðurávið og því verður úrkoman ýmist rigning eða snjókoma. Á morgun verður lítil lægð á ferðinni úti fyrir norðurströndinni. Á norðanverðu landinu má þá búast við vestan kalda eða strekkingi og snjókomu með köflum. Sunnantil er útlit fyrir hægari suðlæga átt og stöku él. Frost 0 til 5 stig. Um og uppúr miðri viku virðist eiga að vera tiltölulega rólegt veður áfram, það er allavega ekki stormur í kortunum eins og þau líta út núna þegar þetta er skrifað.“ Spákortið fyrir klukkan 15. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Vestlæg átt 5-13 m/s á norðanverðu landinu og snjókoma með köflum. Suðaustan 3-8 á Suður- og Vesturlandi og stöku él. Frost 0 til 6 stig. Á miðvikudag: Suðlæg átt 3-10 og léttskýjað, en stöku él með vesturströndinni. Bætir heldur í vind um kvöldið og fer að snjóa austast á landinu. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á fimmtudag: Suðaustan 5-13 og rigning eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið norðanlands. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil él. Frost 0 til 6 stig. Á laugardag: Hvöss austlæg átt með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig. Á sunnudag: Breytileg átt, rigning eða slydda með köflum og svipaður hiti áfram.
Veður Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað Það versta yfirstaðið en veður áfram leiðinlegt á morgun Vaktin: Ekta sumarhret leikur landann grátt Skriðuhætta geti skapast á ólíklegum stöðum Sjá meira