Sport

„Ég þurfti að velja á milli og var miklu betri í fimleikunum en fótbolta“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helgi Laxdal Aðalgeirsson og félagar hans í íslenska karlaliðinu ætla sér að komast á verðlaunapall á EM í hópfimleikum.
Helgi Laxdal Aðalgeirsson og félagar hans í íslenska karlaliðinu ætla sér að komast á verðlaunapall á EM í hópfimleikum. stöð 2 sport

Helgi Laxdal Aðalgeirsson tók aðra beygju á íþróttaferlinum en flestir strákar af Akranesi. Hann er hluti af íslenska karlaliðinu sem keppir á EM í hópfimleikum.

Íslenska karlaliðið hefur leik í undanúrslitunum klukkan 19:00 í kvöld. Helgi segir að eftirvæntingin sé mikil.

„Það er rosalegur spenningur. Við erum búnir að bíða ógeðslega lengi eftir þessu,“ sagði Helgi í samtali við Vísi.

Þetta er fyrsta Evrópumótið í þrjú ár en mótinu í fyrra var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Biðin eftir því að komast á stóra sviðið hefur því verið lengri en ella. Helgi segir að íslenska liðið ætli sér stóra hluti á EM.

„Við stefnum allavega á pall. Það er markmiðið okkar,“ sagði Helgi sem vann brons með blönduðu liði Íslands á EM 2016 og 2018.

Helgi er frá Akranesi þar sem fótbolti er aðalíþróttin. Hann æfði fótbolta eins og flestir strákar á Skaganum en fimleikarnir urðu fyrir valinu. Fyrir því var einföld ástæða.

„Ég var mjög lengi í fótboltanum og það var ótrúlega gaman. En síðan þurfti ég að velja á milli og ég var miklu betri í fimleikunum,“ sagði Helgi hlæjandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.