Lífið

Rikka og Kári gengin í það heilaga

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Rikka og Kári virðast yfir sig ástfangin.
Rikka og Kári virðast yfir sig ástfangin. Skjáskot/Instagram

At­hafn­a­kon­an Frið­rik­a Hjör­dís Geirs­dótt­ir, betur þekkt sem Rikka, og Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skuldabréfasviði á fjárfestingabankans JP Morgan í London, giftu sig í byrjun október. 

Rikka deilir myndum af brúðkaupsdeginum á Instagram-reikningi sínum með dagsetningu brúðkaupsdagsins: 2. október 2021. 

Rikka og Kári fóru að stinga saman nefjum árið 2019 og ákváðu greinilega að eftir tveggja ára náið samband væri kominn tími á brúðkaup.

Rikka hélt lengi úti matreiðsluþætti á Stöð 2. Hér má lesa viðtal við hana frá árinu 2012 þar sem Rikka fer yfir lífið sem frægur einstaklingur á Íslandi, móðurhlutverkið og margt fleira:
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.