Lífið

Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð

Samúel Karl Ólason skrifar
Birkir Blær og Peter Jöback.
Birkir Blær og Peter Jöback. Skjáskot

Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara.

Birkir Blær söng lagið Falla Fritt með söngvaranum Peter Jöback.

Það voru þau Erik Elias og Sunny Taylor sem duttu úr keppninni í kvöld.

Rætt var við Birki fyrir keppnina í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagðist hann hafa verið stressaður yfir því að lagið væri á sænsku en hann hefði æft sig vel.

Þá sagðist Birkir vera farinn að finna fyrir frægðinni.

„Maður er alveg stoppaður svolítið út á götu og tekið myndir með manni,“ sagði hann. „Á meðan maður er í keppninni er maður í sjónvarpinu einu sinni í viku. Það er svolítil athygli á manni.“

Eins og fram hefur komið er fyrirkomulag þáttanna ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.