Björgvin Karl besti Evrópumaður sögunnar í CrossFit? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 15:04 Björgvin Karl Guðmundsson er í svaklegu formi og hefur verið það mjög lengi. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson hefur átt magnaðan feril í CrossFit íþróttinni þrátt fyrir að hann hafi ekki náð að verða heimsmeistari í íþróttinni. Morning Chalk Up fjallar um BKG og veltir því fyrir sér hvort hann sé besti evrópski CrossFit maður sögunnar. Björgvin Karl hefur sýnt mikinn stöðugleika undanfarin ár þrátt fyrir að hann hafi kannski vantað toppinn til að skila honum efsta á pallinn á heimsleikunum þá hefur frammistaðan verið mögnuð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl hefur meðal annars verið efsti Evrópumaðurinn í fimm skipti og allt á síðustu sjö árum. Patrick Clark fór yfir feril Björgvins í grein sinni á Morning Chalk Up og reyndi að svara spurningunni hvort Björgvin Karl sé besti Evrópumaður sögunnar í CrossFit. Samkeppnin er þá frá köppum eins og Jonne Koski, Lukas Högberg og Mikko Salo en niðurstaðan er okkar manni í vil. Besti Evrópumaðurinn á heimsleikunum í CrossFit: 2021 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (4. sæti) 2020 - Jonne Koski, Finnlandi (7. sæti) 2019 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2018 - Lukas Högberg, Svíþjóð (3. sæti) 2017 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (5. sæti) 2016 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (8. sæti) 2015 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2014 - Lukas Högberg, Svíþjóð (23. sæti) 2013 - Frederik Ægidius, Danmörku (15. sæti) 2012 - Frederik Ægidius, Danmörku (30. sæti) 2011 - Tuomas Vainio, Finnlandi (19. sæti) 2010 - Mikko Salo, Finnlandi (5. sæti) 2009 - Mikko Salo, Finnlandi (1. sæti) View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Fólk í kringum mig hefur þurft að hlusta á það í mörg ár þegar ég væli yfir því hvað hann kemst lítið í sviðsljósið. Hversu litla viðurkenningu hann fær þó að það sé morgunljóst að hann er einn sá besti í heimi í sinni íþrótt,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fréttinni um Björgvin Karl. „Það hafa verið keppnir þar sem hann hefur endað á verðlaunapallinum en lýsendurnir hafa varla nefnt hann á nafn alla útsendinguna. Það hafa líka verið gerðar kvikmyndir um CrossFit þar sem hann hefur lítið komið við sögu þrátt fyrir frábæra frammistöðu sína,“ skrifaði Snorri Barón. „Það er því gaman að hann fái hér alvöru viðurkenningu. Hrós til fólksins á Morning Chalk Up,“ skrifaði Snorri. Það má lesa greinina um Björgvin Karl hér en greinin sem er samt fyrir aftan áskrifarvegginn á síðu Morning Chalk Up. CrossFit Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
Björgvin Karl hefur sýnt mikinn stöðugleika undanfarin ár þrátt fyrir að hann hafi kannski vantað toppinn til að skila honum efsta á pallinn á heimsleikunum þá hefur frammistaðan verið mögnuð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl hefur meðal annars verið efsti Evrópumaðurinn í fimm skipti og allt á síðustu sjö árum. Patrick Clark fór yfir feril Björgvins í grein sinni á Morning Chalk Up og reyndi að svara spurningunni hvort Björgvin Karl sé besti Evrópumaður sögunnar í CrossFit. Samkeppnin er þá frá köppum eins og Jonne Koski, Lukas Högberg og Mikko Salo en niðurstaðan er okkar manni í vil. Besti Evrópumaðurinn á heimsleikunum í CrossFit: 2021 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (4. sæti) 2020 - Jonne Koski, Finnlandi (7. sæti) 2019 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2018 - Lukas Högberg, Svíþjóð (3. sæti) 2017 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (5. sæti) 2016 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (8. sæti) 2015 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2014 - Lukas Högberg, Svíþjóð (23. sæti) 2013 - Frederik Ægidius, Danmörku (15. sæti) 2012 - Frederik Ægidius, Danmörku (30. sæti) 2011 - Tuomas Vainio, Finnlandi (19. sæti) 2010 - Mikko Salo, Finnlandi (5. sæti) 2009 - Mikko Salo, Finnlandi (1. sæti) View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Fólk í kringum mig hefur þurft að hlusta á það í mörg ár þegar ég væli yfir því hvað hann kemst lítið í sviðsljósið. Hversu litla viðurkenningu hann fær þó að það sé morgunljóst að hann er einn sá besti í heimi í sinni íþrótt,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fréttinni um Björgvin Karl. „Það hafa verið keppnir þar sem hann hefur endað á verðlaunapallinum en lýsendurnir hafa varla nefnt hann á nafn alla útsendinguna. Það hafa líka verið gerðar kvikmyndir um CrossFit þar sem hann hefur lítið komið við sögu þrátt fyrir frábæra frammistöðu sína,“ skrifaði Snorri Barón. „Það er því gaman að hann fái hér alvöru viðurkenningu. Hrós til fólksins á Morning Chalk Up,“ skrifaði Snorri. Það má lesa greinina um Björgvin Karl hér en greinin sem er samt fyrir aftan áskrifarvegginn á síðu Morning Chalk Up.
Besti Evrópumaðurinn á heimsleikunum í CrossFit: 2021 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (4. sæti) 2020 - Jonne Koski, Finnlandi (7. sæti) 2019 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2018 - Lukas Högberg, Svíþjóð (3. sæti) 2017 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (5. sæti) 2016 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (8. sæti) 2015 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2014 - Lukas Högberg, Svíþjóð (23. sæti) 2013 - Frederik Ægidius, Danmörku (15. sæti) 2012 - Frederik Ægidius, Danmörku (30. sæti) 2011 - Tuomas Vainio, Finnlandi (19. sæti) 2010 - Mikko Salo, Finnlandi (5. sæti) 2009 - Mikko Salo, Finnlandi (1. sæti)
CrossFit Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira