Loksins í smá viðtali: Arnaldur Indriðason kveðst ekki nörd og gefur lítið fyrir hrakspár um íslenskuna Snorri Másson skrifar 16. nóvember 2021 20:25 Arnaldur Indriðason tók í dag við verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Það er ekki á hverjum degi sem blaðamenn ná tali af ástsælasta núlifandi rithöfundi þjóðarinnar, Arnaldi Indriðasyni. Í dag gaf maðurinn færi á sér enda nýjasti handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt þeim sem telst hafa unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Það hlýtur að gilda um Arnald, sem hefur skrifað á þriðja tug bóka, flestar glæpasögur og ófáar vel kunnar drjúgum hluta landsmanna. Fréttastofa spurði Arnald út í tungumálið, skáldskapinn og Erlend lögreglumann, sem margir eru farnir að sakna, í stuttu spjalli á Þjóðminjasafninu í dag. Arnaldur segist ekki vera íslenskunörd en tungumálið er þó auðvitað hans helsta verkfæri. Réttast auðvitað að beita því af sem mestri vandvirkni. Klippa: Draumurinn að skrifa eins og Jónas Við treystum á íslenskuna Á degi íslenskrar tungu er staða tungumálsins til umræðu og verða þar margir til þess að lýsa yfir áhyggjum. Enskan er sögð vera að taka yfir, snjalltækin allsráðandi og yngsta kynslóðin elst upp við gerbreyttar mállegar aðstæður. Þetta eru þættir sem bölsýnustu menn óttast að hljóti að leiða til þess um síðir að tungumálið verði tortímingu að bráð. Ekki réttur hugsunarháttur, að mati Arnalds: „Það er verið að tala um að íslenskan sé í mikilli hættu og að hún verði jafnvel ekki til eftir 100 ár. En ég held að hún eigi eftir að lifa allt.“ Þú vísar hrakspánum á bug? „Já, ég held að við verðum að gera það og við verðum að treysta á íslenskuna,“ segir Arnaldur. Jónasarmenn og Arnaldskonur Arnaldur segir mjög góða tilfinningu að fá verðlaun á borð við þessi, sérstaklega þar sem þau séu í nafni Jónasar Hallgrímssonar, sem Arnaldur segir óendanlega stærð í íslenskum bókmenntum. Arnaldur og Jónas, þjáningarbræður í skáldskapnum.Vísir/Vilhelm „Ég held að íslenska þjóðarsálin væri talsvert fátækari án hans og hans verka,“ segir Arnaldur. O g þú sem rithöfundur, vildirðu óska þess að þú gætir skrifað eins og maðurinn? „Eins og Jónas? Já, það er draumurinn. Ég held að það sé akkúrat það sem maður er alltaf að reyna,“ segir Arnaldur. Eins og Arnaldur er mikill Jónasarmaður, er Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er mikil Arnaldskona. Hún veitti Arnaldi verðlaunin í dag. „Ég hef lesið allar bækurnar hans, þannig að ég verð að segja að ég er alveg í skýjunum með þetta, líka vegna þess að hann einhvern veginn kemur glæpasögunni á framfæri. Það sem mér finnst svo frábært er að það eru svo margir sem lesa hann og það skiptir svo miklu máli, að við lesum, að við tölum og að við séum að hlusta á íslensku. Þannig lifir hún.“ Íslenska á tækniöld Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Arnaldur hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin eru veitt árlega, á degi íslenskrar tungu. Vera Illugadóttur hlaut sérstaka viðurkenningu íslenskrar tungu. 16. nóvember 2021 17:29 Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Lífið samstarf Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Lífið samstarf Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt þeim sem telst hafa unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Það hlýtur að gilda um Arnald, sem hefur skrifað á þriðja tug bóka, flestar glæpasögur og ófáar vel kunnar drjúgum hluta landsmanna. Fréttastofa spurði Arnald út í tungumálið, skáldskapinn og Erlend lögreglumann, sem margir eru farnir að sakna, í stuttu spjalli á Þjóðminjasafninu í dag. Arnaldur segist ekki vera íslenskunörd en tungumálið er þó auðvitað hans helsta verkfæri. Réttast auðvitað að beita því af sem mestri vandvirkni. Klippa: Draumurinn að skrifa eins og Jónas Við treystum á íslenskuna Á degi íslenskrar tungu er staða tungumálsins til umræðu og verða þar margir til þess að lýsa yfir áhyggjum. Enskan er sögð vera að taka yfir, snjalltækin allsráðandi og yngsta kynslóðin elst upp við gerbreyttar mállegar aðstæður. Þetta eru þættir sem bölsýnustu menn óttast að hljóti að leiða til þess um síðir að tungumálið verði tortímingu að bráð. Ekki réttur hugsunarháttur, að mati Arnalds: „Það er verið að tala um að íslenskan sé í mikilli hættu og að hún verði jafnvel ekki til eftir 100 ár. En ég held að hún eigi eftir að lifa allt.“ Þú vísar hrakspánum á bug? „Já, ég held að við verðum að gera það og við verðum að treysta á íslenskuna,“ segir Arnaldur. Jónasarmenn og Arnaldskonur Arnaldur segir mjög góða tilfinningu að fá verðlaun á borð við þessi, sérstaklega þar sem þau séu í nafni Jónasar Hallgrímssonar, sem Arnaldur segir óendanlega stærð í íslenskum bókmenntum. Arnaldur og Jónas, þjáningarbræður í skáldskapnum.Vísir/Vilhelm „Ég held að íslenska þjóðarsálin væri talsvert fátækari án hans og hans verka,“ segir Arnaldur. O g þú sem rithöfundur, vildirðu óska þess að þú gætir skrifað eins og maðurinn? „Eins og Jónas? Já, það er draumurinn. Ég held að það sé akkúrat það sem maður er alltaf að reyna,“ segir Arnaldur. Eins og Arnaldur er mikill Jónasarmaður, er Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er mikil Arnaldskona. Hún veitti Arnaldi verðlaunin í dag. „Ég hef lesið allar bækurnar hans, þannig að ég verð að segja að ég er alveg í skýjunum með þetta, líka vegna þess að hann einhvern veginn kemur glæpasögunni á framfæri. Það sem mér finnst svo frábært er að það eru svo margir sem lesa hann og það skiptir svo miklu máli, að við lesum, að við tölum og að við séum að hlusta á íslensku. Þannig lifir hún.“
Íslenska á tækniöld Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Arnaldur hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin eru veitt árlega, á degi íslenskrar tungu. Vera Illugadóttur hlaut sérstaka viðurkenningu íslenskrar tungu. 16. nóvember 2021 17:29 Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Lífið samstarf Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Lífið samstarf Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Arnaldur hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin eru veitt árlega, á degi íslenskrar tungu. Vera Illugadóttur hlaut sérstaka viðurkenningu íslenskrar tungu. 16. nóvember 2021 17:29