Enn ekki hægt að skera úr um hvort G-bletturinn sé til eða ekki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 17:02 Vísindavefurinn reynir að svara spurningum lesenda um G-blettinn. Getty Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um G-blettinn. Eldra svar um rauða blettinn á Júpíter hefur ekki þótt duga og heldur ekki nýlegt svar um G-ið í G-mjólk. Því var ákveðið að gera nýtt svar á Vísindavefnum, Í svarinu er leitast við því að svara spurningunum „Hvar er G-bletturinn?“ og „Er sannað að G-bletturinn sé til?“ Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg. „Hann skrifaði fyrstur um næmt svæði á framvegg legganganna árið 1950 sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna samkvæmt rannsóknarniðurstöðum hans. Hann var í raun að rannsaka hvaða hlutverk þvagrásin hefði, ef einhver, í fullnægingum kvenna þegar hann komst að þessari niðurstöðu,“ segir í svari Áslaugar Kjristjánsdóttur kynfræðings. „Þremur áratugum síðar, í kjölfar rannsókna sinna á tengslum grindarbotnsæfinga og fullnæginga kvenna, nefndu Dr. John Perry og Dr. Beverly Whipple þetta svæði G-blettinn til heiðurs Dr. Gräfenberg. Þau kváðust hafa fundið G-blettinn í öllum þeim 400 konum sem þau skoðuðu. Upp frá þeim tíma varð G-bletturinn þekkt fyrirbæri í hugum flestra vegna fjölmiðlaumfjöllunar um niðurstöður rannsókna þeirra. En á sama tíma og almenningur gengur nú út frá því sem vísu að G-bletturinn sé til, hafa vísindamenn keppst við að annað hvort sanna eða afsanna tilveru G-blettsins.“ Mynd frá VísindavefnumSkjáskot Þeir vísindamenn sem segjast hafa fundið G-blettinn lýsa honum sem svæði á framvegg legganganna, miðja vegu milli lífbeins og legháls, og liggur meðfram þvagrásinni. „Til þess að finna hann og örva er fingur settur inn í leggöng og fingurgómur vísar fram. Svo er fingur hreyfður eins og verið sé að lokka eitthvað til sín, sé vilji til þess að örva blettinn. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á G-blettinum hafa bæði sýnt fram á að hann sé sérstakt svæði út frá líffærafræði og að hann sé það ekki. Fyrri rannsóknin studdist við niðurstöður úr krufningu á einni konu. Höfundur heldur því fram að G-bletturinn sé sérstakt líffærafræðilegt fyrirbæri. Hann lýsir G-blettinum nákvæmlega og birtir myndir máli sínu til stuðnings. Niðurstöðurnar voru þó hvorki í samræmi við fyrri lýsingar á staðsetningu eða vefjafræðilegri samsetningu blettsins. “ Nýrri rannsókn þar sem 13 konur voru krufnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri til staðar sérstakt svæði í leggöngum kvennanna sem væri í samræmi við fyrri lýsingar á G-blettinum. „Höfundarnir taka þó fram að þrátt fyrir að þeim tókst ekki að sanna líffærafræðilega að G-bletturinn sé til, geta þeir ekki heldur afsannað það á vefjafræðilegum grunni. Það að þeir hafi ekki séð G-blettinn með berum augum sannar sem sagt ekki að hann sé ekki til. Enn vantar smásjárrannsóknir sem sýna fram á að hann sé ekki til.Þar til við fáum frekari upplýsingar sem geta afsannað með óyggjandi hætti að G-bletturinn sé ekki til hafa fræðimenn lagt til nýtt sjónarhorn á fyrirbærið. Svæðið þar sem áður hefur verið lýst sem G-bletti liggur á skurðpunkti þar sem bakhluti snípsins og þvagrásarinnar og framhluti legganganna mætast. Þessi blettur, sem lýst hefur verið sem örvunarsvæði innan legganganna sem mögulega hefur áhrif á fullnægingar, er talin vera snertiflötur ólíkra líffæra sem öll eiga einhvern þátt í kynferðislegri örvun og fullnægingum. “ Samkvæmt þessari nýju sýn á málið er þetta svæði hins vegar ekki sérstakt líffærafræðilegt fyrirbæri. Rannsakendur hafa komist að því að í besta falli séu niðurstöður rannsókna á tilvist G-blettsins ófullnægjandi og skeri ekki úr um tilvist hans samkvæmt svari Vísindavefsins. „Jafnvel þó að margar rannsóknir hafi fundið G-blettinn eru þær ekki samhljóða um hvernig hann nákvæmlega er, hvar hann sé staðsettur eða hvert eðli hans er. Sú athygli sem G-bletturinn hefur fengið er kærkomin því hún hefur varpað ljósi á það hversu litla athygli líffærafræði kvenkynfæra hefur fengið í rannsóknum. Því er staðan enn sú, rúmum 70 árum eftir að fyrirbærinu var fyrst lýst, að frekari rannsókna er þörf til þess að fá úr því skorið hvort G-bletturinn sé til eða ekki.“ Frekari upplýsingar og heimildalista má finna á Vísindavefnum. Heilsa Kvenheilsa Kynlíf Vísindi Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Í svarinu er leitast við því að svara spurningunum „Hvar er G-bletturinn?“ og „Er sannað að G-bletturinn sé til?“ Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg. „Hann skrifaði fyrstur um næmt svæði á framvegg legganganna árið 1950 sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna samkvæmt rannsóknarniðurstöðum hans. Hann var í raun að rannsaka hvaða hlutverk þvagrásin hefði, ef einhver, í fullnægingum kvenna þegar hann komst að þessari niðurstöðu,“ segir í svari Áslaugar Kjristjánsdóttur kynfræðings. „Þremur áratugum síðar, í kjölfar rannsókna sinna á tengslum grindarbotnsæfinga og fullnæginga kvenna, nefndu Dr. John Perry og Dr. Beverly Whipple þetta svæði G-blettinn til heiðurs Dr. Gräfenberg. Þau kváðust hafa fundið G-blettinn í öllum þeim 400 konum sem þau skoðuðu. Upp frá þeim tíma varð G-bletturinn þekkt fyrirbæri í hugum flestra vegna fjölmiðlaumfjöllunar um niðurstöður rannsókna þeirra. En á sama tíma og almenningur gengur nú út frá því sem vísu að G-bletturinn sé til, hafa vísindamenn keppst við að annað hvort sanna eða afsanna tilveru G-blettsins.“ Mynd frá VísindavefnumSkjáskot Þeir vísindamenn sem segjast hafa fundið G-blettinn lýsa honum sem svæði á framvegg legganganna, miðja vegu milli lífbeins og legháls, og liggur meðfram þvagrásinni. „Til þess að finna hann og örva er fingur settur inn í leggöng og fingurgómur vísar fram. Svo er fingur hreyfður eins og verið sé að lokka eitthvað til sín, sé vilji til þess að örva blettinn. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á G-blettinum hafa bæði sýnt fram á að hann sé sérstakt svæði út frá líffærafræði og að hann sé það ekki. Fyrri rannsóknin studdist við niðurstöður úr krufningu á einni konu. Höfundur heldur því fram að G-bletturinn sé sérstakt líffærafræðilegt fyrirbæri. Hann lýsir G-blettinum nákvæmlega og birtir myndir máli sínu til stuðnings. Niðurstöðurnar voru þó hvorki í samræmi við fyrri lýsingar á staðsetningu eða vefjafræðilegri samsetningu blettsins. “ Nýrri rannsókn þar sem 13 konur voru krufnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri til staðar sérstakt svæði í leggöngum kvennanna sem væri í samræmi við fyrri lýsingar á G-blettinum. „Höfundarnir taka þó fram að þrátt fyrir að þeim tókst ekki að sanna líffærafræðilega að G-bletturinn sé til, geta þeir ekki heldur afsannað það á vefjafræðilegum grunni. Það að þeir hafi ekki séð G-blettinn með berum augum sannar sem sagt ekki að hann sé ekki til. Enn vantar smásjárrannsóknir sem sýna fram á að hann sé ekki til.Þar til við fáum frekari upplýsingar sem geta afsannað með óyggjandi hætti að G-bletturinn sé ekki til hafa fræðimenn lagt til nýtt sjónarhorn á fyrirbærið. Svæðið þar sem áður hefur verið lýst sem G-bletti liggur á skurðpunkti þar sem bakhluti snípsins og þvagrásarinnar og framhluti legganganna mætast. Þessi blettur, sem lýst hefur verið sem örvunarsvæði innan legganganna sem mögulega hefur áhrif á fullnægingar, er talin vera snertiflötur ólíkra líffæra sem öll eiga einhvern þátt í kynferðislegri örvun og fullnægingum. “ Samkvæmt þessari nýju sýn á málið er þetta svæði hins vegar ekki sérstakt líffærafræðilegt fyrirbæri. Rannsakendur hafa komist að því að í besta falli séu niðurstöður rannsókna á tilvist G-blettsins ófullnægjandi og skeri ekki úr um tilvist hans samkvæmt svari Vísindavefsins. „Jafnvel þó að margar rannsóknir hafi fundið G-blettinn eru þær ekki samhljóða um hvernig hann nákvæmlega er, hvar hann sé staðsettur eða hvert eðli hans er. Sú athygli sem G-bletturinn hefur fengið er kærkomin því hún hefur varpað ljósi á það hversu litla athygli líffærafræði kvenkynfæra hefur fengið í rannsóknum. Því er staðan enn sú, rúmum 70 árum eftir að fyrirbærinu var fyrst lýst, að frekari rannsókna er þörf til þess að fá úr því skorið hvort G-bletturinn sé til eða ekki.“ Frekari upplýsingar og heimildalista má finna á Vísindavefnum.
Heilsa Kvenheilsa Kynlíf Vísindi Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira