Kaffi og grobbsögur það besta við Himnaríki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 07:00 Það er allur gangur á því hvenær og auðvitað hvort menn komast til himnaríkis, ef þeir á annað borð trúa á slíkt fyrirbæri. En á Siglufirði er að finna Himnaríki, sem er óneitanlega raunverulegt og það er opið hverjum þeim sem vill kíkja við í kaffi, laga bílinn sinn eða hreinlega spjalla um þjóðmálin. Og yfir þessu Himnaríki ríkir enginn guð, heldur hann Guðni, fyrrverandi lögga í bænum sem varð að láta af störfum eftir vinnuslys. „Eftir það fór ég að leita mér að einhverju bara við að vera. Gekk illa að fá vinnu á almennum markaði, menn eru ekkert æstir í að ráða gamla kalla, öryrkja, í almenna vinnu. Þannig að ég ákvað bara að búa mér hana til sjálfur og búa mér til stað sjálfur til að vera á og á eftir mér kom alveg halarófa af mönnum í svipaðri stöðu,“ segir Guðni Sveinsson, fyrrverandi lögreglumaður. Henda lærum og sviðakjömmum í Guðna Hjá Guðna í Himnaríki er ýmislegt hægt að gera. „Fyrst og fremst drekka kaffi, segja grobbsögur og tala um bíla og veðrið. Og spekúlera í stjórnmálum og þjóðmálum bara almennt,“ segir Guðni. Guðni býður mönnum einnig upp á bæði aðstöðu og aðstoð við bílaviðgerðir og það endurgjaldslaust. Þeir verða aðeins að greiða fyrir þá hluti sem þarf að kaupa til viðgerðanna, varaparta, lakk og slíkt, og auðvitað að mæta með góða skapið. „En þeir koma í staðinn með kaffipakka, henda í mig læri eða einhverjum sviðakjamma eða eitthvað skilurðu, en eins og ég segi; þetta á bara að vera skemmtilegt.“ Hundurinn Guðna, eins og Siglfirðingar gætu margir hverjir komist að orði, fær oft að fylgja honum niður á verkstæði.vísir/óttar Staðurinn ber nafn með rentu Þar er sérstakt áhugamál Guðna að taka við gömlum Suzuki bílum og gera þá að frábærum fjallajeppum, sem komast allan fjandann, eins og Guðni kemst að orði. Þeir eru nefnilega þannig gerðir að það er auðvelt að breyta þeim og svo eru þeir svo léttir að þeir fljóta gjarnan ofan á snjó í færð sem þyngri jeppar komast alls ekki. „Í mínum huga er þetta þá bara Himnaríki, fyrir mann sem hefur gaman að bílum og gaman að gömlu dóti og hefur gaman af að bjarga gömlu dóti og gera upp gamla bíla, að þá finnst mér þessi staður bera þetta nafn með rentu og réttu,“ segir Guðni. Fjallabyggð Bílar Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Og yfir þessu Himnaríki ríkir enginn guð, heldur hann Guðni, fyrrverandi lögga í bænum sem varð að láta af störfum eftir vinnuslys. „Eftir það fór ég að leita mér að einhverju bara við að vera. Gekk illa að fá vinnu á almennum markaði, menn eru ekkert æstir í að ráða gamla kalla, öryrkja, í almenna vinnu. Þannig að ég ákvað bara að búa mér hana til sjálfur og búa mér til stað sjálfur til að vera á og á eftir mér kom alveg halarófa af mönnum í svipaðri stöðu,“ segir Guðni Sveinsson, fyrrverandi lögreglumaður. Henda lærum og sviðakjömmum í Guðna Hjá Guðna í Himnaríki er ýmislegt hægt að gera. „Fyrst og fremst drekka kaffi, segja grobbsögur og tala um bíla og veðrið. Og spekúlera í stjórnmálum og þjóðmálum bara almennt,“ segir Guðni. Guðni býður mönnum einnig upp á bæði aðstöðu og aðstoð við bílaviðgerðir og það endurgjaldslaust. Þeir verða aðeins að greiða fyrir þá hluti sem þarf að kaupa til viðgerðanna, varaparta, lakk og slíkt, og auðvitað að mæta með góða skapið. „En þeir koma í staðinn með kaffipakka, henda í mig læri eða einhverjum sviðakjamma eða eitthvað skilurðu, en eins og ég segi; þetta á bara að vera skemmtilegt.“ Hundurinn Guðna, eins og Siglfirðingar gætu margir hverjir komist að orði, fær oft að fylgja honum niður á verkstæði.vísir/óttar Staðurinn ber nafn með rentu Þar er sérstakt áhugamál Guðna að taka við gömlum Suzuki bílum og gera þá að frábærum fjallajeppum, sem komast allan fjandann, eins og Guðni kemst að orði. Þeir eru nefnilega þannig gerðir að það er auðvelt að breyta þeim og svo eru þeir svo léttir að þeir fljóta gjarnan ofan á snjó í færð sem þyngri jeppar komast alls ekki. „Í mínum huga er þetta þá bara Himnaríki, fyrir mann sem hefur gaman að bílum og gaman að gömlu dóti og hefur gaman af að bjarga gömlu dóti og gera upp gamla bíla, að þá finnst mér þessi staður bera þetta nafn með rentu og réttu,“ segir Guðni.
Fjallabyggð Bílar Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira