Lífið

Aron Mola og Hildur eignuðust annan dreng

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aron Mola og Hildur eignuðust annan dreng í október.
Aron Mola og Hildur eignuðust annan dreng í október. Instagram

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola og unnusta hans Hildur Skúladóttir, hafa eignast annan dreng. Fyrir eiga þau Birni Blæ, þriggja ára.

Aron birti mynd af bræðrunum saman á Instagram í gær og hamingjuóskunum hefur ringt yfir fjölskylduna síðustu klukkustundirnar. Við myndina skrifaði hann „Vísitölufaðir.“

Litli drengurinn kom í heiminn í október. Í myndaalbúmi sem Hildur birti á Instagram má sjá smá innsýn í líf fjögurra manna fjölskyldunnar í október. 


Tengdar fréttir

Aron Mola og Hildur eiga von á barni

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola og unnusta hans Hildur Skúladóttir eiga von á öðrum dreng.

Pallíettur og blöðruregnbogi á frumsýningu Æði 3

Fyrstu tveir þættirnir úr þriðju þáttaröðinni af Æði voru frumsýndir fyrir boðsgesti í Bíó Paradís í gær. DJ Dóra Júlía þeytti skífum á meðan gestir skáluðu með þeim Patta, Binna og Bassa áður en gestir færðu sig inn í bíósalinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.