Lífið

Hulda og Jón tóku heilt hús við Básenda í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það tók marga mánuði að klára verkefnið við Básenda. 
Það tók marga mánuði að klára verkefnið við Básenda. 

Hjónin Hulda Viktorsdóttir og Jón Óskar Karlsson gerðu upp heilt hús við Básenda í Reykjavík í Gulla Byggi á Stöð 2 á dögunum og var þátturinn sýndur í september.

Upphaflega stóð til að mála einn til tvo veggi og flytja svo inn, en á endanum var allt húsið tekið í gegn.

Húsið var byggt árið 1959 og því þurfti að taka til hendinni og varð verkefnið fljótlega mjög stórt. Teknir voru niður veggir og rými flutt til og frá. Hjónin fluttu inn 22. desember á síðasta ári en þá var heldur betur ekki allt tilbúið.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum.

Klippa: Hulda og Jón tóku heilt hús við Básenda í gegn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×