Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 16:31 Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf út sína fyrstu breiðskífu fyrir tíu árum síðan. Aðsent Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. Afmælisútgáfan byggir á upprunalegu íslensku útgáfunni sem hafði annan lagalista en sú útgáfa sem kom út á heimsvísu. Að auki eru tvö ný áður óútkomin lög. My Head Is an Animal (10th Anniversary Edition) er komin út á streymisveitum en vegleg vínyl útgáfa plötunnar kemur út á næsta ári. Myndbandið við lagið „Phantom“ má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Eins og áður sagði eru tvö ný lög á þessari afmælisútgáfu. Það eru lögin „Phantom“ og „Sugar In a Bowl“. Þó svo lögin séu ný hljóðrituð og hafi ekki komið út áður þá eru þau ekki ný fyrir hljómsveitinni. „Phantom“ var fyrst flutt á Músíktilraunum árið 2010 og má því ætla að það sé eitt þeirra laga sem tryggði þeim sigur þar. Þá var „Sugar In a Bowl“ einnig samið fyrir meira en tíu árum síðan en aldrei hljóðritað. Til að fagna þessum marka áfanga ætla Of Monsters and Men að halda tónleika í Gamla Bíói dagana 9. - 12. nóvember. Um er að ræða einstakan viðburð þar sem aðdáendum Of Monsters and Men gefst færi á að sjá sveitina á litlum en einum flottasta tónleikastað landsins. Það er ekki á hverjum degi sem Of Monsters and Men spilar á svo litlum tónleikastöðum en það var einmitt í Gamla Bíói sem sveitin spilaði á Músíktilraunum og hélt síðar útgáfutónleikana fyrir My Head Is an Animal. Sveitin mun flytja My Head Is an Animal í heild sinni ásamt vel valin lög af öðrum plötum. Upphitun verður í höndum Lay Low (9. nóv), Mugison (10. nóv), Salóme Katrín (11. nóv) og Supersport (12. nóv). Enn má nálgast miða á aukatónleikana í Gamla Bíói á Tix.is Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Afmælisútgáfan byggir á upprunalegu íslensku útgáfunni sem hafði annan lagalista en sú útgáfa sem kom út á heimsvísu. Að auki eru tvö ný áður óútkomin lög. My Head Is an Animal (10th Anniversary Edition) er komin út á streymisveitum en vegleg vínyl útgáfa plötunnar kemur út á næsta ári. Myndbandið við lagið „Phantom“ má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Eins og áður sagði eru tvö ný lög á þessari afmælisútgáfu. Það eru lögin „Phantom“ og „Sugar In a Bowl“. Þó svo lögin séu ný hljóðrituð og hafi ekki komið út áður þá eru þau ekki ný fyrir hljómsveitinni. „Phantom“ var fyrst flutt á Músíktilraunum árið 2010 og má því ætla að það sé eitt þeirra laga sem tryggði þeim sigur þar. Þá var „Sugar In a Bowl“ einnig samið fyrir meira en tíu árum síðan en aldrei hljóðritað. Til að fagna þessum marka áfanga ætla Of Monsters and Men að halda tónleika í Gamla Bíói dagana 9. - 12. nóvember. Um er að ræða einstakan viðburð þar sem aðdáendum Of Monsters and Men gefst færi á að sjá sveitina á litlum en einum flottasta tónleikastað landsins. Það er ekki á hverjum degi sem Of Monsters and Men spilar á svo litlum tónleikastöðum en það var einmitt í Gamla Bíói sem sveitin spilaði á Músíktilraunum og hélt síðar útgáfutónleikana fyrir My Head Is an Animal. Sveitin mun flytja My Head Is an Animal í heild sinni ásamt vel valin lög af öðrum plötum. Upphitun verður í höndum Lay Low (9. nóv), Mugison (10. nóv), Salóme Katrín (11. nóv) og Supersport (12. nóv). Enn má nálgast miða á aukatónleikana í Gamla Bíói á Tix.is
Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög