Fótbolti

Mikael fordæmir kynþáttafordóma sem mótherji varð fyrir: „Skammist ykkar“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikael Neville Anderson í leik með AGF.
Mikael Neville Anderson í leik með AGF. getty/Lars Ronbog

Mikael Neville Anderson, leikmaður AGF og íslenska landsliðsins, fordæmir kynþáttafordóma sem Tosin Kehinde, leikmaður Randers, varð fyrir.

Eftir 1-0 sigur Randers á AGF í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn fékk Kehinde ógeðsleg rasísk skilaboð á Instagram. Hann birti mynd af nokkrum þeirra og við hana skrifaði hann: „Allt vegna þess að liðið ykkar tapaði leik. Kannski hefði þetta verið betra ef liðið hefði keypt ykkur.“

Mikael deildi mynd Kehindis á Instagram og tók rasistana til bæna. „Það er ekkert pláss fyrir rasisma. Skammist ykkar.“

Mikael lék ekki með AGF í leiknum gegn Randers vegna meiðsla. Félagi hans í landsliðinu, Jón Dagur Þorsteinsson, var í byrjunarliði AGF og lék fyrstu sjötíu mínútur leiksins.

Kehinde kom inn á sem varamaður í liði Randers á 67. mínútu. Þessi 23 ára framherji frá Nígeríu hefur leikið með Randers undanfarin þrjú ár.

Randers er í 3. sæti dönsku deildarinnar en AGF í því níunda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.