Lífið

Hannes á erfitt með að gera upp á milli Leyni­löggunnar og víta­spyrnunnar hjá Messi

Atli Ísleifsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson var spenntur fyrir frumsýningu í gær.
Hannes Þór Halldórsson var spenntur fyrir frumsýningu í gær.

„Það er erfitt að gera upp á milli,“ segir Hannes Þór Halldórsson, kvikmyndaleikstjóri og fyrrverandi landsliðsmarkmaður, aðspurður um hvort sé betra – að frumsýna loksins kvikmyndina Leynilöggu eða verja víti frá argentínska knattspyrnumanninum Lionel Messi.

Fréttastofa ræddi við Hannes Þór í Egilshöll í gærkvöldi þar sem verið var að frumsýna Leynilöggu fyrir troðfullum sölum.

Hannes Þór las Messi eins og opna bók og varði spyrnu töframannsins.VÍSIR/GETTY

Hannes segir þetta vera ótrúlega stóra dag fyrir sig og öll þau sem komu að gerð myndarinnar. „Þetta er ekkert á hverjum degi sem eitthvað svona gerist. Við erum búin að vera spennt fyrir þessum degi lengi og nú er bara að sjá hvernig verður tekið í myndina. Við hlökkum mikið til.“

Hannes Þór vakti heimsathygli þegar hann varði víti í leik íslenska landsliðsins gegn því argentínska á HM í Rússlandi 2018. Messi tók þar vítaspyrnu á 65. mínútu þegar Hannes Þór skutlaði sér til hægri og varði spyrnuna. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.