Sérstakt og skrýtið að vera umfjöllunarefni nýrrar óperu Kolbeinn Tumi Daðason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. október 2021 16:01 Vigdís er mikill tónlistarunnandi, hefur sótt tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil og verið mikill talsmaður menningar. Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað mjög sérstakt og skrýtið. Ég vona bara að ég standi undir því,“ segir Vigdís Finnbogadóttir forseti um nýja óperu sem samin var til heiðurs henni og verður frumflutt í Grafarvogskirkju á laugardaginn kemur. Um er að ræða óperuna Góðan daginn, Frú forseti eftir Alexöndru Chernysovu. Óperan er í þremur þáttum, samin fyrir tólf einsöngvara, tvo kóra og hljómsveit, og fjallar um ævi og störf Vigdísar. „Eftir að hafa búið hér á Íslandi í yfir átján ár hef ég kynnst mörgum konum sem eru mjög framúrskarandi og eiga skilið að fá óperu, en Vigdís Finnbogadóttir skarar fram úr öllum. Fyrir sitt framlag til menningarinnar, menntunar og í stjórnmálum, um allan heim. Það er heiður fyrir mig að gera óperu um hana,“ sagði Alexandra í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem áhorfendur fengu að heyra brot úr verkinu. „Ég hef ekki séð þetta, ekki heyrt það. En saga mín er auðvitað svolítið sérstæð að því leyti að ég varð fyrsti kvenforseti í heiminum og nú er komin ópera,“ sagði Vigdís sem var stödd á æfingu í gær. Ljóðin í óperunni eru eftir Sigurð Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ástu Björk Sveinbjörnsdóttur, Þórhall Barðason og Elísabetu Þorgeirsdóttur. Einsöngvarar í verkinu eru þau Alexandra Chernyshova, Jóhann Smári Sævarsson, Gissur Páll Gissurarson, Elsa Waage, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Íris Sveinsdóttir, Gerður Bolladóttir, Guðmundur Karl Eiríksson og Viðar Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri er Garðar Cortes sem stýrir 22 manna hljómsveit. Kórar úr Grafarvogi og af Suðurnesjum sameina krafta sína Karlakór Grafarvogs og Kvennakór Suðurnesja syngja en Íris Erlingsdóttir og Dagný Jónsdóttir eru kórstjórar. Konsertmeistarar eru þau Guðný Guðmundsdóttir og Einar Bjartur Egilsson. Alexandra Chernyshova er sópransöngkona, tónskáld og kennari. Hún er fædd og uppalin í Úkraínu og Rússlandi en fluttist til Íslands árið 2003. Alexandra hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, stofnað kóra, óperufélag, haldið fjölmarga tónleika, gefið út geisladiska, samið tónlist og í öllum þessum verkefnum virkjað og fengið til liðs við sig ótrúlegan fjölda listamanna, innlenda sem erlenda. Alexandra býr í Njarðvík ásamt eiginmanni sínum og sonum. Hún hefur rekið ásamt eiginmanni menningar- og fræðslufyrirtækið „DreamVoices“ frá árinu 2006. Söngkonurnar Alexandra og Elsa Waage litu við í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddu óperuna. Reykjavík Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Um er að ræða óperuna Góðan daginn, Frú forseti eftir Alexöndru Chernysovu. Óperan er í þremur þáttum, samin fyrir tólf einsöngvara, tvo kóra og hljómsveit, og fjallar um ævi og störf Vigdísar. „Eftir að hafa búið hér á Íslandi í yfir átján ár hef ég kynnst mörgum konum sem eru mjög framúrskarandi og eiga skilið að fá óperu, en Vigdís Finnbogadóttir skarar fram úr öllum. Fyrir sitt framlag til menningarinnar, menntunar og í stjórnmálum, um allan heim. Það er heiður fyrir mig að gera óperu um hana,“ sagði Alexandra í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem áhorfendur fengu að heyra brot úr verkinu. „Ég hef ekki séð þetta, ekki heyrt það. En saga mín er auðvitað svolítið sérstæð að því leyti að ég varð fyrsti kvenforseti í heiminum og nú er komin ópera,“ sagði Vigdís sem var stödd á æfingu í gær. Ljóðin í óperunni eru eftir Sigurð Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ástu Björk Sveinbjörnsdóttur, Þórhall Barðason og Elísabetu Þorgeirsdóttur. Einsöngvarar í verkinu eru þau Alexandra Chernyshova, Jóhann Smári Sævarsson, Gissur Páll Gissurarson, Elsa Waage, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Íris Sveinsdóttir, Gerður Bolladóttir, Guðmundur Karl Eiríksson og Viðar Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri er Garðar Cortes sem stýrir 22 manna hljómsveit. Kórar úr Grafarvogi og af Suðurnesjum sameina krafta sína Karlakór Grafarvogs og Kvennakór Suðurnesja syngja en Íris Erlingsdóttir og Dagný Jónsdóttir eru kórstjórar. Konsertmeistarar eru þau Guðný Guðmundsdóttir og Einar Bjartur Egilsson. Alexandra Chernyshova er sópransöngkona, tónskáld og kennari. Hún er fædd og uppalin í Úkraínu og Rússlandi en fluttist til Íslands árið 2003. Alexandra hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, stofnað kóra, óperufélag, haldið fjölmarga tónleika, gefið út geisladiska, samið tónlist og í öllum þessum verkefnum virkjað og fengið til liðs við sig ótrúlegan fjölda listamanna, innlenda sem erlenda. Alexandra býr í Njarðvík ásamt eiginmanni sínum og sonum. Hún hefur rekið ásamt eiginmanni menningar- og fræðslufyrirtækið „DreamVoices“ frá árinu 2006. Söngkonurnar Alexandra og Elsa Waage litu við í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddu óperuna.
Reykjavík Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira