Biður forseta loftslagsráðstefnunnar um að úthýsa olíuforkólfum Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 10:46 Í bréfi sem Andrés Ingi Jónsson sendi forseta loftslagsráðstefnu SÞ og umhverfisráðherra vill hann að fólk og félagasamtök fái frekar aðgang að ráðstefnunni en forstjórar mengandi stórfyrirtækja. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur sent forseta loftslagsráðstefnunnar COP-26 sem fer fram í Glasgow í næsta mánuði um að sparka fulltrúum mengandi iðnaðar út af gestalista ráðstefnunnar. Tvö hundruð aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna eiga að kynna hert markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á COP-26 ráðstefnunni sem stendur yfir dagana 31. október til 12. nóvember. Árið 2015 samþykktu þau Parísarsamkomulagið sem kveður á um að halda skuli hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Auk þjóðríkja eiga alls kyns fyrirtæki og hagsmunasamtök fulltrúa á ráðstefnunni. Í bréfi sem Andrés Ingi sendi Alok Sharma, forseta COP-26, tekur þingmaðurinn undir áskorun alþjóðlegra samtaka græningja um að stórmengendur fái ekki sæti á þinginu. Presented @UKinIceland embassy with letter to @AlokSharma_RDG, urging him to kick polluters out of @COP26 and give their spots to people working on the frontlines of our future.Sign the petition organized by @FYEG @tilt_green here: https://t.co/ehYfDglu6f pic.twitter.com/kZqWiEClfn— Andrés Ingi (@andresingi) October 19, 2021 Í áskoruninni segir að forstjórar jarðefnaeldsneytisfyrirtækja fái sérstakan aðgang að ráðstefnunni á meðan ungt fólk, aðgerðarsinnar, frumbyggjar og fulltrúar samfélaga í framvarðarlínu loftslagsbreytinga þurfi að sitja heima. Þessi stjórnendur hafi margsannað að þeir séu tilbúnir til að skemma fyrir aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Andrés Ingi lýsir ráðstefnunni í Glasgow sem úrslitastund fyrir baráttuna við loftslagsbreytingar í bréfi sem hann sendi Guðmundi Inga Guðbrandssyni, starfandi umhverfisráðherra, vegna áskorunarinnar. „[Þ]á þykir mér skjóta skökku við að hagsmunasamtök mengandi iðnaðar hafi greiðari aðgang að ráðstefnunni en fólk og félagasamtök sem er að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar. Við þekkjum allt of vel hvernig mengunarvaldar geta haft slæm áhrif á niðurstöður loftslagsráðstefna SÞ,“ skrifar þingmaðurinn til ráðherrrans. Hvetur hann umhverfisráðherra til þess að taka undir áskorunina til að íslensk stjórnvöld sýni í verki að þau standi frekar með fólki en mengandi stórfyrirtækjum. Varað var við því að hnattræn hlýnun færi líklega umfram 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun á næstu árum í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, hefur lýst ráðstefnunni í Glasgow sem síðasta tækifæri heimsbyggðarinnar til að taka sig saman í andlitinu í loftslagsmálum. Verði ekki dregið nægilega mikið úr losun á allra næstu árum verði enginn möguleiki á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Píratar Skotland Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Tvö hundruð aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna eiga að kynna hert markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á COP-26 ráðstefnunni sem stendur yfir dagana 31. október til 12. nóvember. Árið 2015 samþykktu þau Parísarsamkomulagið sem kveður á um að halda skuli hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Auk þjóðríkja eiga alls kyns fyrirtæki og hagsmunasamtök fulltrúa á ráðstefnunni. Í bréfi sem Andrés Ingi sendi Alok Sharma, forseta COP-26, tekur þingmaðurinn undir áskorun alþjóðlegra samtaka græningja um að stórmengendur fái ekki sæti á þinginu. Presented @UKinIceland embassy with letter to @AlokSharma_RDG, urging him to kick polluters out of @COP26 and give their spots to people working on the frontlines of our future.Sign the petition organized by @FYEG @tilt_green here: https://t.co/ehYfDglu6f pic.twitter.com/kZqWiEClfn— Andrés Ingi (@andresingi) October 19, 2021 Í áskoruninni segir að forstjórar jarðefnaeldsneytisfyrirtækja fái sérstakan aðgang að ráðstefnunni á meðan ungt fólk, aðgerðarsinnar, frumbyggjar og fulltrúar samfélaga í framvarðarlínu loftslagsbreytinga þurfi að sitja heima. Þessi stjórnendur hafi margsannað að þeir séu tilbúnir til að skemma fyrir aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Andrés Ingi lýsir ráðstefnunni í Glasgow sem úrslitastund fyrir baráttuna við loftslagsbreytingar í bréfi sem hann sendi Guðmundi Inga Guðbrandssyni, starfandi umhverfisráðherra, vegna áskorunarinnar. „[Þ]á þykir mér skjóta skökku við að hagsmunasamtök mengandi iðnaðar hafi greiðari aðgang að ráðstefnunni en fólk og félagasamtök sem er að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar. Við þekkjum allt of vel hvernig mengunarvaldar geta haft slæm áhrif á niðurstöður loftslagsráðstefna SÞ,“ skrifar þingmaðurinn til ráðherrrans. Hvetur hann umhverfisráðherra til þess að taka undir áskorunina til að íslensk stjórnvöld sýni í verki að þau standi frekar með fólki en mengandi stórfyrirtækjum. Varað var við því að hnattræn hlýnun færi líklega umfram 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun á næstu árum í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, hefur lýst ráðstefnunni í Glasgow sem síðasta tækifæri heimsbyggðarinnar til að taka sig saman í andlitinu í loftslagsmálum. Verði ekki dregið nægilega mikið úr losun á allra næstu árum verði enginn möguleiki á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Píratar Skotland Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira