Anníe Mist: Þerna gerði ég mér grein fyrir því að ég er f-g sterk ennþá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 12:01 Anníe Mist Þórisdóttir fór aðeins yfir síðustu heimsleika í viðtalinu. Instagram/@anniethorisdottir Annie Mist komst á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit innan við ári eftir að hún eignaðist dóttur sína Freyju Mist. Hún er enn að átta sig á því að hún hafi náð þessu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur og spurði Anníe Mist meðal annars út í afrekið að vera fyrsta mamman til að komast á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit ári eftir að hafa eignast barn. „Ég er að róa sjálfa mig aðeins fyrir næsta mót. Að sjálfsögðu vill maður alltaf vinna og topp þrjú er alltaf markmiðið. Ég verð samt að viðurkenna að það var ekki markmiðið fyrir heimsleikana í ár,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Klippa: Anníe Mist um síðustu heimsleika „Mér fannst það mjög óraunhæft og ósanngjarnt gagnvart sjálfri mér að setja markmið sem mér fannst of langt í burtu. Ég gat eiginlega ekki sett það á sjálfa mig,“ segir Anníe Mist. Anníe hreif alla með frábærum árangri og sýndi um leið öllum mömmum að það er hægt að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. „Vá, ég er enn að hugsa til baka og mér finnst klikkað að ég hafi náð þangað sem ég náði. Það gekk allt eins og það átti að ganga á heimsleikunum í ár. Ég skil þetta ekki ennþá en það gekk allt upp hjá mér,“ segir Anníe. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eitt móment hjá Anníe á síðustu leikum verður líklega alltaf stórt í sögu heimsleikanna eða þegar hún náði 200 pundunum upp í snöruninni (90,7 kg) rétt áður en tíminn rann út. Myndin af henni og svipurinn gerði stundina enn skemmtilegri og stærri í CrossFit heiminum. „Ég var í kasti á bak við,“ grípur Katrín Tanja fram í fyrir Anníe og leikur svipinn á vinkonu sinni við mikla kátínu. „Ég viðurkenni það alveg að ég kom sjálfri mér mjög á óvart þarna. Þetta var það mesta sem ég hef náð í snörun, bæði fyrir og eftir fæðingu. Þetta var svolítið „groundbreaking“ fyrir mig og á þessu mómenti gerði ég mér grein fyrir því að: OK, ég er f-g sterk ennþá. Ég næ þessu aftur. Ég mun ná sjálfri mér aftur. Mér svolítið þannig og þetta var mín stund á leikunum,“ segir Anníe. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga. CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur og spurði Anníe Mist meðal annars út í afrekið að vera fyrsta mamman til að komast á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit ári eftir að hafa eignast barn. „Ég er að róa sjálfa mig aðeins fyrir næsta mót. Að sjálfsögðu vill maður alltaf vinna og topp þrjú er alltaf markmiðið. Ég verð samt að viðurkenna að það var ekki markmiðið fyrir heimsleikana í ár,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Klippa: Anníe Mist um síðustu heimsleika „Mér fannst það mjög óraunhæft og ósanngjarnt gagnvart sjálfri mér að setja markmið sem mér fannst of langt í burtu. Ég gat eiginlega ekki sett það á sjálfa mig,“ segir Anníe Mist. Anníe hreif alla með frábærum árangri og sýndi um leið öllum mömmum að það er hægt að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. „Vá, ég er enn að hugsa til baka og mér finnst klikkað að ég hafi náð þangað sem ég náði. Það gekk allt eins og það átti að ganga á heimsleikunum í ár. Ég skil þetta ekki ennþá en það gekk allt upp hjá mér,“ segir Anníe. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eitt móment hjá Anníe á síðustu leikum verður líklega alltaf stórt í sögu heimsleikanna eða þegar hún náði 200 pundunum upp í snöruninni (90,7 kg) rétt áður en tíminn rann út. Myndin af henni og svipurinn gerði stundina enn skemmtilegri og stærri í CrossFit heiminum. „Ég var í kasti á bak við,“ grípur Katrín Tanja fram í fyrir Anníe og leikur svipinn á vinkonu sinni við mikla kátínu. „Ég viðurkenni það alveg að ég kom sjálfri mér mjög á óvart þarna. Þetta var það mesta sem ég hef náð í snörun, bæði fyrir og eftir fæðingu. Þetta var svolítið „groundbreaking“ fyrir mig og á þessu mómenti gerði ég mér grein fyrir því að: OK, ég er f-g sterk ennþá. Ég næ þessu aftur. Ég mun ná sjálfri mér aftur. Mér svolítið þannig og þetta var mín stund á leikunum,“ segir Anníe. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga.
CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira