Um 200 kvenfélagskonur staddar í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2021 13:03 Þingið fer fram í Borgarnesi um helgina og hefur heppnast mjög vel. Aðsend Um tvö hundruð kvenfélagskonur af öllu landinu hafa setið Landsþing Kvenfélagasambands Íslands um helgina í Borgarnesi. Öll störf kvenfélaganna eru unnin í sjálfboðavinnu en konurnar hafa styrkt ýmis verkefni um 170 milljónir króna á síðustu þremur árum. Landsþingið hófst á föstudaginn með þingsetningu í Borgarnesskirkju og um kvöldið var móttaka í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri að viðstöddum forseta Íslands. Þingstörf og fróðleg erindi voru haldin í allan gærdag, sem endaði með hátíðarkvöldverði og í dag eru fræðsluerindi og vinnustofa en þinginu verður slitið klukkan þrjú. Guðrún Þórðardóttir frá Kvenfélagi Grímsneshrepps er forseti Kvenfélagssambands Íslands en hún lætur af störfum í dag eftir sex ára setu og verður þá nýr forseti kjörinn. Guðrún segir störf kvenfélaga í landinu ómetanlegt. „Það er bara ótrúlegt starf sem að kvenfélagskonur hafa unnið að í gegnum árin og áorkað. Ég segi oft að ég veit ekki hvar íslenskt þjóðfélag væri ef við kvenfélagskonur hefðum ekki lagt því lið. Við höfum til dæmis gefið um 170 milljónir króna til ýmissa verkefna síðustu þrjú ár,“ segir Guðrún. Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands einbeitt að landsþinginu í Borgarnesi að skrifa niður punkta.Aðsend 160 kvenfélög eru í landinu og sambönd þeirra eru 26. En hvernig hefur gengið að fá ungar og nýjar konur inn í kvenfélögin? „Það hefur nú bara gengið ágætlega en það er þó aðeins misjafnt eftir svæðum en á mörgum stöðum er mjög öflugt og flott starf og ungar konur eru að koma til liðs við okkur.“ Guðrún segir sérstakt að vera hætta í dag sem forseti Kvenfélagasambandsins en hún sé sátt og ánægð með sín störf. „Jú, ég er afskaplega þakkláta fyrir að hafa fengið þetta tækifæri að verða forseti Kvenfélagasambands Íslands. Ég er svo stolt af þessum samtökum, þannig að ég er afar þakklát. Ég á örugglega eftir að sjá eftir ýmsu því það hefur verið svo gaman og gefandi að hitta kvenfélagskonur um allt land og fá að kynnast þeirra flottu störfum og konunum,“ segir Guðrún. Borgarbyggð Félagasamtök Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Landsþingið hófst á föstudaginn með þingsetningu í Borgarnesskirkju og um kvöldið var móttaka í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri að viðstöddum forseta Íslands. Þingstörf og fróðleg erindi voru haldin í allan gærdag, sem endaði með hátíðarkvöldverði og í dag eru fræðsluerindi og vinnustofa en þinginu verður slitið klukkan þrjú. Guðrún Þórðardóttir frá Kvenfélagi Grímsneshrepps er forseti Kvenfélagssambands Íslands en hún lætur af störfum í dag eftir sex ára setu og verður þá nýr forseti kjörinn. Guðrún segir störf kvenfélaga í landinu ómetanlegt. „Það er bara ótrúlegt starf sem að kvenfélagskonur hafa unnið að í gegnum árin og áorkað. Ég segi oft að ég veit ekki hvar íslenskt þjóðfélag væri ef við kvenfélagskonur hefðum ekki lagt því lið. Við höfum til dæmis gefið um 170 milljónir króna til ýmissa verkefna síðustu þrjú ár,“ segir Guðrún. Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands einbeitt að landsþinginu í Borgarnesi að skrifa niður punkta.Aðsend 160 kvenfélög eru í landinu og sambönd þeirra eru 26. En hvernig hefur gengið að fá ungar og nýjar konur inn í kvenfélögin? „Það hefur nú bara gengið ágætlega en það er þó aðeins misjafnt eftir svæðum en á mörgum stöðum er mjög öflugt og flott starf og ungar konur eru að koma til liðs við okkur.“ Guðrún segir sérstakt að vera hætta í dag sem forseti Kvenfélagasambandsins en hún sé sátt og ánægð með sín störf. „Jú, ég er afskaplega þakkláta fyrir að hafa fengið þetta tækifæri að verða forseti Kvenfélagasambands Íslands. Ég er svo stolt af þessum samtökum, þannig að ég er afar þakklát. Ég á örugglega eftir að sjá eftir ýmsu því það hefur verið svo gaman og gefandi að hitta kvenfélagskonur um allt land og fá að kynnast þeirra flottu störfum og konunum,“ segir Guðrún.
Borgarbyggð Félagasamtök Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira